Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 10:30 Konan dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í sóttkví á Hótel Kletti. Hótel klettur Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík. Með opnun hótel Rauðarár verða sóttkvíarhótel á fjórum stöðum í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins áætlar að nú í morgun séu hátt í fimm hundruð gestir á hótelunum. Von er á mörgum farþegum til landsins í dag en alls átta flugvélar eru á áætlun á Keflavíkurflugvelli. „Það eru að koma held ég einhverjar fimm vélar frá rauðum löndum og þar á meðal frá Póllandi og það er mikið af fólki sem kemur vanalega frá þessum löndum sem við þurfum að hýsa,“ segir Gylfi. „Einhverjar sýnatökur eru í dag en þetta væru líklegast einhvers staðar á bilinu fimm til sex hundruð manns sem verða hjá okkur eftir daginn, gæti teygt sig yfir sex hundruð.“ Gylfi Þór Þórsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/vilhelm Farþegar frá Póllandi geta nú sótt um undanþágu frá dvöl á sóttkvíarhóteli. Gylfi segir að undanfarið hafi það færst í aukana að fólk sæki um undanþágu. „En undanþága er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, við vitum ekki fyrr en vélin í raun lendir og fólk afgreitt út úr tolli hverjir koma og hverjir ekki, það þýðir það að við þurfum að vera undirbúin undir það að taka á móti fleirum en færri.“ Gylfi segir að lítið hafi verið um partístand á sóttkvíarhótelunum um helgina en ýmislegt hafi þó gengið á. Aðfaranótt laugardags fékk erlend kona, sem nýkomin var til landsins ásamt fjölskyldu sinni, hríðir á Hótel Kletti, einu sóttkvíarhótelanna. „En sem betur fer komst hún upp á fæðingardeild áður en af því varð þannig að líf eru farin að fæðast í farsóttarhúsum.“ Móður og barni heilsast vel, að sögn Gylfa, og ætti fjölskylda konunnar að losna úr sóttkví eftir sýnatöku í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Með opnun hótel Rauðarár verða sóttkvíarhótel á fjórum stöðum í Reykjavík. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins áætlar að nú í morgun séu hátt í fimm hundruð gestir á hótelunum. Von er á mörgum farþegum til landsins í dag en alls átta flugvélar eru á áætlun á Keflavíkurflugvelli. „Það eru að koma held ég einhverjar fimm vélar frá rauðum löndum og þar á meðal frá Póllandi og það er mikið af fólki sem kemur vanalega frá þessum löndum sem við þurfum að hýsa,“ segir Gylfi. „Einhverjar sýnatökur eru í dag en þetta væru líklegast einhvers staðar á bilinu fimm til sex hundruð manns sem verða hjá okkur eftir daginn, gæti teygt sig yfir sex hundruð.“ Gylfi Þór Þórsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa.Vísir/vilhelm Farþegar frá Póllandi geta nú sótt um undanþágu frá dvöl á sóttkvíarhóteli. Gylfi segir að undanfarið hafi það færst í aukana að fólk sæki um undanþágu. „En undanþága er ekki veitt nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, við vitum ekki fyrr en vélin í raun lendir og fólk afgreitt út úr tolli hverjir koma og hverjir ekki, það þýðir það að við þurfum að vera undirbúin undir það að taka á móti fleirum en færri.“ Gylfi segir að lítið hafi verið um partístand á sóttkvíarhótelunum um helgina en ýmislegt hafi þó gengið á. Aðfaranótt laugardags fékk erlend kona, sem nýkomin var til landsins ásamt fjölskyldu sinni, hríðir á Hótel Kletti, einu sóttkvíarhótelanna. „En sem betur fer komst hún upp á fæðingardeild áður en af því varð þannig að líf eru farin að fæðast í farsóttarhúsum.“ Móður og barni heilsast vel, að sögn Gylfa, og ætti fjölskylda konunnar að losna úr sóttkví eftir sýnatöku í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira