Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 13:41 Hluti Eurovision-hópsins úti í Rotterdam. Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Í tilkynningu frá EBU, sem birt var á vef sambandsins í dag, segir að meðlimur íslenska hópsins hafi greinst jákvæður fyrir Covid-19 við venjubundna skimun í dag. Einstaklingurinn sé nú í einangrun og aðrir meðlimir hópsins sendir í sóttkví til að gæta fyllstu varúðar. Allur hópurinn verði sendur í PCR-próf. „Því miður þýðir þetta að íslenski hópurinn mun ekki mæta á bláa dregilinn í dag. Við veitum frekari upplýsingar þegar þær berast og sendum bestu kveðjur til hópsins,“ segir í tilkynningunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska Eurovision-hópsins. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision-hópsins úti í Rotterdam staðfestir í samtali við fréttastofu að einn úr hópnum sé smitaður af Covid. Hann vill ekki upplýsa hver hafi greinst en segir þó að viðkomandi sé ekki í Eurovision-atriði Íslands. Sex eru í atriðinu, Daði Freyr Pétursson og fimm meðlimir Gagnamagnsins, sem stíga eiga á stokk á seinna undankvöldi Eurovision á fimmtudag. Hópurinn bíði nú eftir fyrirmælum frá öryggisnefnd EBU og fari allur í Covid-próf í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvernig smitið barst í hópinn. „Við teljum okkur hafa farið að öllu sem við vorum beðin um, fylgt öllum reglum þannig að við tökum þessu bara í rólegheitum.“ Jafnvel þótt svo færi að íslenski hópurinn gæti ekki stigið á svið er ljóst að Ísland yrði alltaf með í keppninni. Búið er að taka upp öll atriði keppninnar ef svo fer að einhver forfallast vegna Covid-19. Atriðin yrðu þá spiluð í stað þess að verða flutt. Allur hópurinn bólusettur Rúnar vill ekki upplýsa um það hvort viðkomandi sé með einkenni Covid-19. Hann geti lítið sagt á þessari stundu og hópurinn bíði átekta eftir næstu skrefum. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu fengið bólusetningu gegn veirunni voru bólusettir með bóluefni Janssen fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Meðlimur í pólska hópnum greindist smitaður af Covid-19 í gær. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. Pólski hópurinn verður því einnig fjarri góðu gamni á bláa dreglinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Í tilkynningu frá EBU, sem birt var á vef sambandsins í dag, segir að meðlimur íslenska hópsins hafi greinst jákvæður fyrir Covid-19 við venjubundna skimun í dag. Einstaklingurinn sé nú í einangrun og aðrir meðlimir hópsins sendir í sóttkví til að gæta fyllstu varúðar. Allur hópurinn verði sendur í PCR-próf. „Því miður þýðir þetta að íslenski hópurinn mun ekki mæta á bláa dregilinn í dag. Við veitum frekari upplýsingar þegar þær berast og sendum bestu kveðjur til hópsins,“ segir í tilkynningunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska Eurovision-hópsins. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision-hópsins úti í Rotterdam staðfestir í samtali við fréttastofu að einn úr hópnum sé smitaður af Covid. Hann vill ekki upplýsa hver hafi greinst en segir þó að viðkomandi sé ekki í Eurovision-atriði Íslands. Sex eru í atriðinu, Daði Freyr Pétursson og fimm meðlimir Gagnamagnsins, sem stíga eiga á stokk á seinna undankvöldi Eurovision á fimmtudag. Hópurinn bíði nú eftir fyrirmælum frá öryggisnefnd EBU og fari allur í Covid-próf í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvernig smitið barst í hópinn. „Við teljum okkur hafa farið að öllu sem við vorum beðin um, fylgt öllum reglum þannig að við tökum þessu bara í rólegheitum.“ Jafnvel þótt svo færi að íslenski hópurinn gæti ekki stigið á svið er ljóst að Ísland yrði alltaf með í keppninni. Búið er að taka upp öll atriði keppninnar ef svo fer að einhver forfallast vegna Covid-19. Atriðin yrðu þá spiluð í stað þess að verða flutt. Allur hópurinn bólusettur Rúnar vill ekki upplýsa um það hvort viðkomandi sé með einkenni Covid-19. Hann geti lítið sagt á þessari stundu og hópurinn bíði átekta eftir næstu skrefum. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu fengið bólusetningu gegn veirunni voru bólusettir með bóluefni Janssen fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Meðlimur í pólska hópnum greindist smitaður af Covid-19 í gær. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. Pólski hópurinn verður því einnig fjarri góðu gamni á bláa dreglinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Sjá meira
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24