Það er í góðu lagi, annars væri það bannað Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. maí 2021 07:30 Ég hef löngum velt fyrir mér að byrja vera ofboðslega dónalegur við alla sem ég hitti. Láta fólk heyra það ef það þvælist fyrir mér eða bara ef ég get fundið einhvern höggstað á því. Jafnvel að fara sjálfur að halda fram hjá og hvetja aðra til þess. Það er nefnilega allt í lagi að gera alla hluti sem eru ekki ólöglegir, við vitum það öll. Allt sem ríkið setur ekki sektir og refsingar á er það beinlínis að mæla með og gúddera. Mörgum þykir þetta kannski óeðlileg nálgun, en hún er þó í fullu samræmi við orð Diljár Mistar í nýlegum pistli. Þar bendir hún nefnilega á það að ef ríkið hættir að refsa fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þá sé ríkið að senda þau skilaboð að neysla allra þeirra vímuefna sé í lagi. Ég held að Diljá þurfi að hafa hraðar hendur áður en ungdómur þessa lands áttar sig á að það er ekkert sem bannar þeim að skutla sér fram af svölum háhýsa. Það væri bannað ef það væri ekki í lagi og normal að gera. Svo það er vissara að fara sekta fyrir slíkt áður en við missum heilu árgangana. Nei það er mikill misskilningur að halda það að refsingar séu að fara leysa nokkurn vanda sem kann að fylgja neyslu ólöglegra vímuefna. Tilgangur slíkra refsinga er líka svo öfugsnúinn. Hann refsar eingöngu þeim sem er í besta falli að njóta lífsins á þann hátt sem hann kýs og í versta falli að skaða sjálfan sig. Það er gerólíkt öðrum brotum þar sem viðkomandi brýtur á öðrum. Refsing fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þjónar aðeins þeim tilgangi að auka á neyð þeirra sem eru háðir vímuefnum og að draga úr ákvörðunarrétti fullorðins fólks yfir eigin lífi (sem er kaldhæðnislegt komandi frá Sjálfstæðisflokknum). Fyrir utan hvað það er vita gagnslaust að refsa fyrir vörslu slíkra efna, annars værum við búin að ná tökum á neyslunni en ekki að sjá stigmögnun neyslu yfir áratugalangt skeið samhliða bannstefnunni. Við viljum öll þeim sem eiga við fíknivanda vel og við viljum forða öðrum frá að þróa með sér fíknivanda. En það er ekki nóg að vilja vel heldur þurfum við að vera raunsæ. Við þurfum af skaðaminnkunar, persónufrelsis og efnahagslegum ástæðum að hverfa frá bannstefnunni. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Fíkn Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef löngum velt fyrir mér að byrja vera ofboðslega dónalegur við alla sem ég hitti. Láta fólk heyra það ef það þvælist fyrir mér eða bara ef ég get fundið einhvern höggstað á því. Jafnvel að fara sjálfur að halda fram hjá og hvetja aðra til þess. Það er nefnilega allt í lagi að gera alla hluti sem eru ekki ólöglegir, við vitum það öll. Allt sem ríkið setur ekki sektir og refsingar á er það beinlínis að mæla með og gúddera. Mörgum þykir þetta kannski óeðlileg nálgun, en hún er þó í fullu samræmi við orð Diljár Mistar í nýlegum pistli. Þar bendir hún nefnilega á það að ef ríkið hættir að refsa fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þá sé ríkið að senda þau skilaboð að neysla allra þeirra vímuefna sé í lagi. Ég held að Diljá þurfi að hafa hraðar hendur áður en ungdómur þessa lands áttar sig á að það er ekkert sem bannar þeim að skutla sér fram af svölum háhýsa. Það væri bannað ef það væri ekki í lagi og normal að gera. Svo það er vissara að fara sekta fyrir slíkt áður en við missum heilu árgangana. Nei það er mikill misskilningur að halda það að refsingar séu að fara leysa nokkurn vanda sem kann að fylgja neyslu ólöglegra vímuefna. Tilgangur slíkra refsinga er líka svo öfugsnúinn. Hann refsar eingöngu þeim sem er í besta falli að njóta lífsins á þann hátt sem hann kýs og í versta falli að skaða sjálfan sig. Það er gerólíkt öðrum brotum þar sem viðkomandi brýtur á öðrum. Refsing fyrir vörslu neysluskammta vímuefna þjónar aðeins þeim tilgangi að auka á neyð þeirra sem eru háðir vímuefnum og að draga úr ákvörðunarrétti fullorðins fólks yfir eigin lífi (sem er kaldhæðnislegt komandi frá Sjálfstæðisflokknum). Fyrir utan hvað það er vita gagnslaust að refsa fyrir vörslu slíkra efna, annars værum við búin að ná tökum á neyslunni en ekki að sjá stigmögnun neyslu yfir áratugalangt skeið samhliða bannstefnunni. Við viljum öll þeim sem eiga við fíknivanda vel og við viljum forða öðrum frá að þróa með sér fíknivanda. En það er ekki nóg að vilja vel heldur þurfum við að vera raunsæ. Við þurfum af skaðaminnkunar, persónufrelsis og efnahagslegum ástæðum að hverfa frá bannstefnunni. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun