Mismunun gagnvart hinsegin fólki aukist á tímum heimsfaraldurs Heimsljós 17. maí 2021 09:20 UN Einn af hornsteinum heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun er að takast á við ójöfnuð. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að mismunun gagnvart hinsegin fólki hafi aukist vegna COVID-19 faraldursins. Í dag, 17. maí, á alþjóðlegum degi gegn hatri á samkynhneigðum, tvíkynheigðum og transfólki segir Guterres í ávarpi að LGBTIQ+ fólk um allan heim sæti mismunun fyrir þær sakir einar að vera eins og það er. „Frá upphafi heimsfaraldursins hafa Sameinuðu þjóðirnar orðið varar við meiri mismunun, ofbeldi, hatursorðræðu, félagslega- og efnahagslega útilokun og smánun gagnvart hinsegin fólki. Þá hefur LGBTIQ+ fólk verið hindrað í aðgengi að heilsugæslu, menntun, atvinnu og grundvallarþjónustu. Þá eru dæmi um að afturför hvað varðar lagalega- og félagslega vernd grundvallarmannréttinda þessa hóps,” segir Guterres í ávarpinu. Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hefur undanfarin ár verið haldið upp á alþjóðlegan dag gegn hatri á samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki 17. maí í rúmlega 130 ríkjum. „Dagurinn er ekki alþjóðlegur dagur á vegum Sameinuðu þjóðanna heldur grasrótarsamtaka. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hins vegar gefið út ávarp í tilefni dagsins og á mánudag verður hrundið af staða herferð á vegum samtakanna gegn mismunun í garð hinsegin fólks,“ segir í fréttinni. Þar kemur fram að grasrótarsamtök völdu 17. maí sökum þess að þann dag árið 1990 var samkynhneigð tekin af lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) yfir sjúkdóma. Aðalframkvæmdastjórinn bendir á í ávarpi sínu að einn af hornsteinum heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun sé að takast á við ójöfnuð og tryggja að enginn sé skilinn eftir og allir njóti réttinda sinna. „Nú þegar endurreisnarstarf eftir heimsfaraldurinn er að hefjast ber að taka raunhæf skref til að afnema lög sem fela í sér mismunun, takast á við ofbeldi og mismunun vegna kynhneigðar og kyn-skilgreiningar og ráðast að rótum slíks óréttlætis,“ segir Guterres. „Sameinuðu þjóðirnar standa í fylkingarbrjósti fyrir mannlega reisn og réttinda allra, þar á meðal hinsegin fólks – LGBTIQ+. Við skulum taka höndum saman um að skapa heim þar sem allir geta lifað frjálsir og jafnir við reisn og réttindi, sama hver þeir eru, hvar þeir búa eða hverja þeir elska.” Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að mismunun gagnvart hinsegin fólki hafi aukist vegna COVID-19 faraldursins. Í dag, 17. maí, á alþjóðlegum degi gegn hatri á samkynhneigðum, tvíkynheigðum og transfólki segir Guterres í ávarpi að LGBTIQ+ fólk um allan heim sæti mismunun fyrir þær sakir einar að vera eins og það er. „Frá upphafi heimsfaraldursins hafa Sameinuðu þjóðirnar orðið varar við meiri mismunun, ofbeldi, hatursorðræðu, félagslega- og efnahagslega útilokun og smánun gagnvart hinsegin fólki. Þá hefur LGBTIQ+ fólk verið hindrað í aðgengi að heilsugæslu, menntun, atvinnu og grundvallarþjónustu. Þá eru dæmi um að afturför hvað varðar lagalega- og félagslega vernd grundvallarmannréttinda þessa hóps,” segir Guterres í ávarpinu. Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hefur undanfarin ár verið haldið upp á alþjóðlegan dag gegn hatri á samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki 17. maí í rúmlega 130 ríkjum. „Dagurinn er ekki alþjóðlegur dagur á vegum Sameinuðu þjóðanna heldur grasrótarsamtaka. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hins vegar gefið út ávarp í tilefni dagsins og á mánudag verður hrundið af staða herferð á vegum samtakanna gegn mismunun í garð hinsegin fólks,“ segir í fréttinni. Þar kemur fram að grasrótarsamtök völdu 17. maí sökum þess að þann dag árið 1990 var samkynhneigð tekin af lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) yfir sjúkdóma. Aðalframkvæmdastjórinn bendir á í ávarpi sínu að einn af hornsteinum heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun sé að takast á við ójöfnuð og tryggja að enginn sé skilinn eftir og allir njóti réttinda sinna. „Nú þegar endurreisnarstarf eftir heimsfaraldurinn er að hefjast ber að taka raunhæf skref til að afnema lög sem fela í sér mismunun, takast á við ofbeldi og mismunun vegna kynhneigðar og kyn-skilgreiningar og ráðast að rótum slíks óréttlætis,“ segir Guterres. „Sameinuðu þjóðirnar standa í fylkingarbrjósti fyrir mannlega reisn og réttinda allra, þar á meðal hinsegin fólks – LGBTIQ+. Við skulum taka höndum saman um að skapa heim þar sem allir geta lifað frjálsir og jafnir við reisn og réttindi, sama hver þeir eru, hvar þeir búa eða hverja þeir elska.” Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent