Furðar sig á forgangi Eurovision-hópsins Sylvía Hall skrifar 17. maí 2021 19:58 Gunnar Bragi segist hugsi yfir því hvernig slíkar ákvarðanatökur fara fram. Það hafi þó komið fram góð rök fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“ Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“
Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13
Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26