Fílahirðarnir í stofunni Stefán Pálsson skrifar 18. maí 2021 07:01 Utanríkisráðherrar Norðurskautaráðsins funda í Reykjavík í þessari viku eins og skilmerkilega hefur verið rakið í fjölmiðlum. Yfirlýstur tilgangur ráðsins er göfugur. Því er öðru fremur ætlað að stuðla að friðsamlegri samvinnu þeirra landa sem liggja að þessum viðkvæma heimshluta einkum á sviði umhverfismála Í umræðum um þessi mál kjósa ansi margir þó að þykjast ekki sjá fílinn í stofunni og horfa framhjá þeirri staðreynd að í þessum landahópi eru þau tvö ríki sem hafa yfir að búa obbanum af kjarnorkuvopnum veraldarinnar og færa hluta þeirra í sífellu um norðurhöf, með tilheyrarandi ógn við náttúru svæðisins og heilsu og velferð fólksins sem þar býr. Bandaríkin og Rússland eru einnig þau ríki sem stærst skref hafa stigið til vígvæðingar á heimskautasvæðinu á liðnum árum og hafa lagt drög að enn stórfelldari uppbyggingu í náinni framtíð. Sömu ríki hafa gengið harðast fram í að berjast gegn samþykkt nýlegs sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Oft er talað eins og að ógnin af kjarnorkuvopnum sé löngu liðin, líkt og slæm minning úr kalda stríðinu. Ekkert er fjær sanni. Allan ársins hring standa yfir æsilegir eltingaleikir risaveldanna í heimshöfunum, þar sem Bandaríkin og Rússland reyna hvort um sig að halda kjarnorkuvopnakafbátum sínum leyndum hvort fyrir öðru, sem hluta af flókinni leikjafræði hershöfðingja. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif kafbátaslyss gætu orðið. Fílahirðarnir leika lausum hala í stofunni, með kafbáta sína, herskip og loftför. Það er í hrópandi mótsögn við öll hin göfugu, yfirlýstu markmið Norðurskautaráðsins. Höfnum vígvæðingu á norðurslóðum! Höfundur á sæti í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Utanríkisráðherrar Norðurskautaráðsins funda í Reykjavík í þessari viku eins og skilmerkilega hefur verið rakið í fjölmiðlum. Yfirlýstur tilgangur ráðsins er göfugur. Því er öðru fremur ætlað að stuðla að friðsamlegri samvinnu þeirra landa sem liggja að þessum viðkvæma heimshluta einkum á sviði umhverfismála Í umræðum um þessi mál kjósa ansi margir þó að þykjast ekki sjá fílinn í stofunni og horfa framhjá þeirri staðreynd að í þessum landahópi eru þau tvö ríki sem hafa yfir að búa obbanum af kjarnorkuvopnum veraldarinnar og færa hluta þeirra í sífellu um norðurhöf, með tilheyrarandi ógn við náttúru svæðisins og heilsu og velferð fólksins sem þar býr. Bandaríkin og Rússland eru einnig þau ríki sem stærst skref hafa stigið til vígvæðingar á heimskautasvæðinu á liðnum árum og hafa lagt drög að enn stórfelldari uppbyggingu í náinni framtíð. Sömu ríki hafa gengið harðast fram í að berjast gegn samþykkt nýlegs sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Oft er talað eins og að ógnin af kjarnorkuvopnum sé löngu liðin, líkt og slæm minning úr kalda stríðinu. Ekkert er fjær sanni. Allan ársins hring standa yfir æsilegir eltingaleikir risaveldanna í heimshöfunum, þar sem Bandaríkin og Rússland reyna hvort um sig að halda kjarnorkuvopnakafbátum sínum leyndum hvort fyrir öðru, sem hluta af flókinni leikjafræði hershöfðingja. Ekki þarf að fjölyrða um hversu alvarleg áhrif kafbátaslyss gætu orðið. Fílahirðarnir leika lausum hala í stofunni, með kafbáta sína, herskip og loftför. Það er í hrópandi mótsögn við öll hin göfugu, yfirlýstu markmið Norðurskautaráðsins. Höfnum vígvæðingu á norðurslóðum! Höfundur á sæti í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar