Veður

Norð­aust­lægar áttir ríkjandi eitt­hvað fram í vikuna með svölu veðri

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er norðan og norðaustan, fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag.
Spáð er norðan og norðaustan, fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag. Vísir/Vilhelm

Hæðin á Grænlandi heldur áfram að stjórna veðrinu á landinu og ekki er útlit fyrir að hún sleppi tangarhaldi sínu á næstu dögum. Því munu norðaustlægar áttir vera ríkjandi eitthvað fram í vikuna með svölu veðri.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar

Spáð er norðan og norðaustan, fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en norðlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar á sekúndu á morgun. Lítilsháttar él á Norðaustur- og Austurlandi, stöku skúrir sunnanlands en að mestu bjart norðvestantil. 

Hitinn verður á bilinu þrjú til ellefu stig að deginum, mildast suðvestantil.

Áframhaldandi lítilsháttar él norðaustantil í dag og á morgun, stöku skúr verður með suðurströndinni en annars að mestu bjart og hámarkshitinn mun daðra við tveggja stafa tölur á Suður- og Vesturlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skúrir á Suðurlandi en annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast suðvestantil.

Á fimmtudag og föstudag: Breytileg átt, 3-8 m/s og víða bjart veður en skúrir sunnanlands. Hiti 1 til 9 stig, svalast norðaustantil.

Á laugardag: Suðlæg átt með smáskúrum sunnan- og vestanlands en annars þurrt. Hiti 4 til 10 stig að deginum.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Austlæga átt, skýjað með köflum og smá væta suðaustantil en annars þurrt. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Útlit fyrir austlæga átt með stöku skúr sunnan- og vestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×