Áhyggjur af vatnsleysi í ánum í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 18. maí 2021 10:00 Nú styttist í að laxveiðiárnar opni en laxveiðitímabilið hefst í júní og ein af þeim ám sem opnar fyrst er Norðurá. Veiðimenn eru farnir að hafa töluverðar áhyggjur af vatnsbúskapnum fyrir sumarið en sem dæmi er Norðurá í dag aðeins með um helming sumarvatns eða um 7-8 rúmmetra og þetta á við um flestar árnar á vesturlandi og norðurlandi vestra kannski að Langá undanskilinni en hún býr ágætlega við vatnsforða þar sem það er vatnsmiðlun við Langavatn. Það er samt töluverður snjór á fjöllum fyrir norðan og nokkur forði sem liggur þar enda hefur snjórinn bráðnað mjög hægt á þessu kalda vori svo það er einhver von þar. Það er þó nokkuð ljóst að það þarf að rigna reglulega, vel og hressilega í sumar til að ár eins og Norðurá, Þverá og Kjarrá, Víðidalsá, Laxá í Kjós og Hrútafjarðará bara svo nokkrar séu nefndar verði ekki vatnslitlar í sumar eins og þær voru fyrir tveimur árum en það sumar var eitt það versta sem veiðimenn muna eftir. Árnar þá runnu varla milli hylja og laxinn lá í bunkum í dýpstu hyljunum í súrefnislitlu vatni og biðu þess að það rigndi. Þegar það loksins rigndi þá var líka haustveiðin mjög góð. Stangveiði Mest lesið Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði
Veiðimenn eru farnir að hafa töluverðar áhyggjur af vatnsbúskapnum fyrir sumarið en sem dæmi er Norðurá í dag aðeins með um helming sumarvatns eða um 7-8 rúmmetra og þetta á við um flestar árnar á vesturlandi og norðurlandi vestra kannski að Langá undanskilinni en hún býr ágætlega við vatnsforða þar sem það er vatnsmiðlun við Langavatn. Það er samt töluverður snjór á fjöllum fyrir norðan og nokkur forði sem liggur þar enda hefur snjórinn bráðnað mjög hægt á þessu kalda vori svo það er einhver von þar. Það er þó nokkuð ljóst að það þarf að rigna reglulega, vel og hressilega í sumar til að ár eins og Norðurá, Þverá og Kjarrá, Víðidalsá, Laxá í Kjós og Hrútafjarðará bara svo nokkrar séu nefndar verði ekki vatnslitlar í sumar eins og þær voru fyrir tveimur árum en það sumar var eitt það versta sem veiðimenn muna eftir. Árnar þá runnu varla milli hylja og laxinn lá í bunkum í dýpstu hyljunum í súrefnislitlu vatni og biðu þess að það rigndi. Þegar það loksins rigndi þá var líka haustveiðin mjög góð.
Stangveiði Mest lesið Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði 101 sm sjóbirtingur úr Húseyjakvísl Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði Sjöundi ættliður leiðsögumanna í Laxá Veiði