Ísland verður krikketþjóð og það er frábært fyrir innflytjendur Snorri Másson skrifar 30. maí 2021 19:30 Bala Kamallakharan er fæddur í Chennai á austanverðu Indlandi en hefur búið á Íslandi í rúman áratug. Hann er formaður Krikketsambands Íslands og stofnandi StartUp Iceland. Hér er hann á Víðistaðatúni. Instagram Krikketþjóðin Ísland árið 2031. Það er raunhæf hugsjón, að mati formanns Krikketsambands Íslands, indverska Íslendingsins Bala Kamallakharan. Hann er í keppnishug á nýrri leiktíð, sem hófst í mánuðinum í íslensku úrvalsdeildinni í krikket. Bala er á meðal leikmanna Kópavogur Puffins, sem er rótgrónasta krikketlið landsins, stofnað árið 2009. „Krikket er önnur vinsælasta íþrótt í heimi, þannig að mér finnst liggja beinast við að við spilum hana líka hér,“ segir Bala í samtali við Vísi. Flestir krikketspilarar landsins eru af erlendu bergi brotnir en eru þó á sinn hátt hluti af fjöldahreyfingu, enda um aðra vinsælustu íþrótt heims að ræða.Kópavogur Puffins Að sögn Bala er eftir miklu að sælast ef vegur íþróttarinnar er aukinn hér á landi: „Jafnvel þegar við erum að spila eru 2-5.000 að að horfa á leikina og Twitter-reikningur okkar er með 20.000 fylgjendur. Þetta er eitthvað sem virkilega margir hafa áhuga á.“ Ástundun krikkets hefur löngum verið brotakennd hér á landi en er nú að taka á sig þéttari mynd með starfi Bala og félaga. Ætla má að upp undir 100 manns séu virkir í íþróttinni og auk Kópavogsmanna eru önnur þrjú lið; Vesturbær Volcano, Hafnarfjörður Hammers og Reykjavík Vikings. Brúar bilið fyrir hælisleitendur Drjúgur meirihluti leikmanna er af erlendu bergi brotinn og frá krikketþjóðum heims, Indlandi, Pakistan, Ástralíu og jafnvel Suður-Afríku. Á krikketæfingu er ekki verið að velta sér upp úr stríði hælisleitenda við óbilgjarnt kerfið, heldur er sjónum beint að leiknum sjálfum.Kópavogur Puffins Ekki síður er þó að finna nokkurn fjölda í hópnum sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum: Um tíu prósent meðlima í Krikketsambandi Íslands eru hælisleitendur. „Hjá okkur fá þeir öruggt rými til þess að vera hluti af samfélagi. Þeir fá auðvitað íbúð hjá hinu opinbera en svo er oft erfitt fyrir þá að komast inn í samfélagið. Við sem búum á Íslandi getum hjálpað þeim að aðlagast og koma þeim í samskipti við aðra íbúa,“ segir Bala. Félagsmálaráðuneytið greiðir félagsgjöld hælisleitenda í klúbbnum og Reykjavíkurborg kemur einnig að málum. „Þessi hópur á auðvitað við ýmsar lagalegar áskoranir að etja en hjá en hér erum við ekki að velta okkur upp úr þeim. Hérna geta þeir bara komið að spila krikket,“ segir Bala. Vesturbæingarnir úr Alvogen vilja inn í KR Bala Kamallakharan er alvara með að gera krikket að hluta af íslensku þjóðlífi. Hluti af þeim áformum er að stofna krikketdeildir innan íþróttafélaganna. „Stóra hugmyndin er að verða hluti af stóru klúbbunum í öllum hverfunum. Þannig vilja Vesturbær Volcanoes verða hluti af KR núna,“ segir Bala. Vesturbæingarnir eru flestir Indverjar sem vinna hjá Alvogen, á fimmta tug vísindamanna. Þeir eiga í viðræðum við KR um að stofna sérstaka deild og þar er nærtækt að sjá fyrir sér að forstjóri fyrirtækisins Róbert Wessman reyni að liðka fyrir samningum. Leikmenn KR í knattspyrnu eru skilmerkilega merktir Alvogen og það gæti krikketlið Vesturbæjarvíkinganna líklega einnig vel hugsað sér að vera. Vísir/Hulda Margrét Óladóttir Róbert er einn helsti stuðningsaðili KR, þótt vissulega hafi heimavöllurinn fyrir skemmstu misst Alvogen-nafnbótina eftir nýja samninga. Nú er aftur einfaldlega talað um Meistaravelli, en þegar kemur að hagsmunum krikketmannanna má vona að sú breyting sé ekki til marks um lakari tengsl á milli stórveldisins og stórfyrirtækisins. Íslandsmótið hafið Bala sjálfur er leikandi í íslensku atvinnulífi, sem stofnandi StartUp Iceland og fjárfestir í íslenskum sprotafyrirtækjum. Hann segir að krikkethugsjónin sé ekki ótengd því vafstri öllu, heldur sé honum í mun að koma að stórum verkefnum hér á landi. Ellefu eru í hvoru liði í krikket, þar af einn kastari og annar kylfingur, eins og sjá má á þessari mynd. Hestar koma hvergi við sögu, enda þótt 92% Evrópubúa hrjáist af ranghugmyndum í þá veru. Hestar eru í póló, s.s. knapaknattleik.Kópavogur Puffins „Ef þú vilt virkilega að eitthvað gerist og enginn annar er að sjá um það, verðurðu bara að bretta upp ermar og taka til hendinni. Mín hugsjón er að á innan við tíu árum verði Ísland orðið krikketþjóð sem geti keppt á alþjóðavettvangi,“ segir Bala. Annarri umferð Íslandsmótsins lauk síðustu helgi með afgerandi sigri Hafnarfjarðarhamranna á Vesturbæjarvíkingunum. Hafnarfjörður trónir á toppnum, eins og má lesa um í þessari skýrslu. Að öðru leyti má sannarlega fylgjast með íslensku krikketi á samfélagsmiðlum, enda liðin öll með eindæmum virk, ásamt því sem síða Íslenska krikketsambandsins er uppfærð mjög samviskusamlega með ítarlegum lýsingum. Ekki er vanþörf á virkri upplýsingagjöf til almennings um þetta efni, enda hafa rannsóknir beinlínis leitt í ljós mjög útbreiddar ranghugmyndir Evrópumanna um íþróttina. Krikket Indland Innflytjendamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Það er raunhæf hugsjón, að mati formanns Krikketsambands Íslands, indverska Íslendingsins Bala Kamallakharan. Hann er í keppnishug á nýrri leiktíð, sem hófst í mánuðinum í íslensku úrvalsdeildinni í krikket. Bala er á meðal leikmanna Kópavogur Puffins, sem er rótgrónasta krikketlið landsins, stofnað árið 2009. „Krikket er önnur vinsælasta íþrótt í heimi, þannig að mér finnst liggja beinast við að við spilum hana líka hér,“ segir Bala í samtali við Vísi. Flestir krikketspilarar landsins eru af erlendu bergi brotnir en eru þó á sinn hátt hluti af fjöldahreyfingu, enda um aðra vinsælustu íþrótt heims að ræða.Kópavogur Puffins Að sögn Bala er eftir miklu að sælast ef vegur íþróttarinnar er aukinn hér á landi: „Jafnvel þegar við erum að spila eru 2-5.000 að að horfa á leikina og Twitter-reikningur okkar er með 20.000 fylgjendur. Þetta er eitthvað sem virkilega margir hafa áhuga á.“ Ástundun krikkets hefur löngum verið brotakennd hér á landi en er nú að taka á sig þéttari mynd með starfi Bala og félaga. Ætla má að upp undir 100 manns séu virkir í íþróttinni og auk Kópavogsmanna eru önnur þrjú lið; Vesturbær Volcano, Hafnarfjörður Hammers og Reykjavík Vikings. Brúar bilið fyrir hælisleitendur Drjúgur meirihluti leikmanna er af erlendu bergi brotinn og frá krikketþjóðum heims, Indlandi, Pakistan, Ástralíu og jafnvel Suður-Afríku. Á krikketæfingu er ekki verið að velta sér upp úr stríði hælisleitenda við óbilgjarnt kerfið, heldur er sjónum beint að leiknum sjálfum.Kópavogur Puffins Ekki síður er þó að finna nokkurn fjölda í hópnum sem kemur frá stríðshrjáðum svæðum: Um tíu prósent meðlima í Krikketsambandi Íslands eru hælisleitendur. „Hjá okkur fá þeir öruggt rými til þess að vera hluti af samfélagi. Þeir fá auðvitað íbúð hjá hinu opinbera en svo er oft erfitt fyrir þá að komast inn í samfélagið. Við sem búum á Íslandi getum hjálpað þeim að aðlagast og koma þeim í samskipti við aðra íbúa,“ segir Bala. Félagsmálaráðuneytið greiðir félagsgjöld hælisleitenda í klúbbnum og Reykjavíkurborg kemur einnig að málum. „Þessi hópur á auðvitað við ýmsar lagalegar áskoranir að etja en hjá en hér erum við ekki að velta okkur upp úr þeim. Hérna geta þeir bara komið að spila krikket,“ segir Bala. Vesturbæingarnir úr Alvogen vilja inn í KR Bala Kamallakharan er alvara með að gera krikket að hluta af íslensku þjóðlífi. Hluti af þeim áformum er að stofna krikketdeildir innan íþróttafélaganna. „Stóra hugmyndin er að verða hluti af stóru klúbbunum í öllum hverfunum. Þannig vilja Vesturbær Volcanoes verða hluti af KR núna,“ segir Bala. Vesturbæingarnir eru flestir Indverjar sem vinna hjá Alvogen, á fimmta tug vísindamanna. Þeir eiga í viðræðum við KR um að stofna sérstaka deild og þar er nærtækt að sjá fyrir sér að forstjóri fyrirtækisins Róbert Wessman reyni að liðka fyrir samningum. Leikmenn KR í knattspyrnu eru skilmerkilega merktir Alvogen og það gæti krikketlið Vesturbæjarvíkinganna líklega einnig vel hugsað sér að vera. Vísir/Hulda Margrét Óladóttir Róbert er einn helsti stuðningsaðili KR, þótt vissulega hafi heimavöllurinn fyrir skemmstu misst Alvogen-nafnbótina eftir nýja samninga. Nú er aftur einfaldlega talað um Meistaravelli, en þegar kemur að hagsmunum krikketmannanna má vona að sú breyting sé ekki til marks um lakari tengsl á milli stórveldisins og stórfyrirtækisins. Íslandsmótið hafið Bala sjálfur er leikandi í íslensku atvinnulífi, sem stofnandi StartUp Iceland og fjárfestir í íslenskum sprotafyrirtækjum. Hann segir að krikkethugsjónin sé ekki ótengd því vafstri öllu, heldur sé honum í mun að koma að stórum verkefnum hér á landi. Ellefu eru í hvoru liði í krikket, þar af einn kastari og annar kylfingur, eins og sjá má á þessari mynd. Hestar koma hvergi við sögu, enda þótt 92% Evrópubúa hrjáist af ranghugmyndum í þá veru. Hestar eru í póló, s.s. knapaknattleik.Kópavogur Puffins „Ef þú vilt virkilega að eitthvað gerist og enginn annar er að sjá um það, verðurðu bara að bretta upp ermar og taka til hendinni. Mín hugsjón er að á innan við tíu árum verði Ísland orðið krikketþjóð sem geti keppt á alþjóðavettvangi,“ segir Bala. Annarri umferð Íslandsmótsins lauk síðustu helgi með afgerandi sigri Hafnarfjarðarhamranna á Vesturbæjarvíkingunum. Hafnarfjörður trónir á toppnum, eins og má lesa um í þessari skýrslu. Að öðru leyti má sannarlega fylgjast með íslensku krikketi á samfélagsmiðlum, enda liðin öll með eindæmum virk, ásamt því sem síða Íslenska krikketsambandsins er uppfærð mjög samviskusamlega með ítarlegum lýsingum. Ekki er vanþörf á virkri upplýsingagjöf til almennings um þetta efni, enda hafa rannsóknir beinlínis leitt í ljós mjög útbreiddar ranghugmyndir Evrópumanna um íþróttina.
Krikket Indland Innflytjendamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira