Kominn tími á að jafna kynjahlutföllin Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2021 15:41 Um 6.300 manns sóttu Laugardalshöll í dag. Vísir/Vilhelm Um 6.300 fengu bóluefni Pfizer/BioNTech í Laugardalshöll í dag. Er það svipaður fjöldi og í gær þegar tæplega 7.200 fengu bóluefni Moderna. Annars vegar er um að ræða fólk sem var að fá sinn seinni skammt og hins vegar konur yngri en 55 ára sem tilheyra áhættuhópum. „Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
„Svo gerum við smá hlé og verðum með Janssen á fimmtudaginn þegar ráðherrafundurinn er búinn,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og vísar þar til ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem hefst á miðvikudag og lýkur á fimmtudag. Ragnheiður segir að bólusetning hafi gengið mjög vel síðustu daga og að tími hafi verið kominn á að jafna kynjahlutföllin. Um 37 þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca hafa verið gefnir hérlendis síðustu þrjár vikur. Enginn þeirra hefur farið til kvenna undir 55 ára aldri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Áfram er bólusett eftir aldursröð innan forgangshópa en Ragnheiður vonast til að bólusetning með slembiúrtaki þvert á aldurshópa muni hefjast í næstu viku þegar uppfærslu tölvukerfis verður lokið. Talið er að slík aðferð geti stytt tímann sem taki til að ná hjarðónæmi. Hnikuðu til vegna fundarins Líkt og áður segir var tekið mið af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins þegar bólusetningavikan var sett upp að þessu sinni en undir venjulegum kringumstæðum yrði bólusetningu lokið á miðvikudag í stað þess að bíða fram á fimmtudag. Mikið umstang er í kringum sendinefndir utanríkisráðherranna sem sækja fundinn og má gera ráð fyrir að bílalestir þeirra verði áberandi í Reykjavík. „Við gátum kannski ekki alveg verið að teppa alla umferð þarna í kring,“ segir Ragnheiður. „Við áttum bara tvö þúsund skammta af Janssen eftir svo það er ekkert mál að taka það á fimmtudaginn eftir hádegi.“ Aðspurð segir hún að tilfærslan hafi ekki verið gerð að beiðni utanríkisráðuneytisins eða annarra yfirvalda. Ragnheiður gerir ráð fyrir að næsta bólusetningavika verði eitthvað minni í sniðum en sú sem nú stendur yfir. Þá er von á jafnmörgum skömmtum frá Pfizer/BioNTech auk sendingar frá AstraZeneca.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Heimila geymslu Pfizer-bóluefnisins í allt að mánuð í ísskáp Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að Covid-19 bóluefnið frá Pfizer sé geymt í ísskáp í mánuð, óopnað, eftir að það hefur verið látið þiðna. Hingað til hefur verið mælst til þess að efnið sé geymt í aðeins fimm daga. 18. maí 2021 08:00
Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36
Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. 7. maí 2021 17:14