Gestirnir í Göppingen byrjuðu leikinn mun betur og voru sex mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 9-15. Heimamenn fundu taktinn seint í síðari hálfleiks og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að jafna metin í blálokin.
Lokatölur 26-26 eftir frábæran endasprett heimamanna.
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk í liði Lemgo á meðan Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað hjá Göppingen.
Göppingen er í 5. sæti deildarinnar með 38 stig en Lemgo er í 10. sæti með 29 stig.