Grodin lék einni í hinum ýmsu þáttum og leikritum á Broadway í gegnum árin. Á tíunda áratug síðustu aldar setti hann mark sitt á pólitíska umræðu vestanhafs í bæði sjónvarpi og í útvarpi. Hann skrifaði einnig bækur, leikrit og handrit að sjónvarpsþáttum og vann meðal annars Emmy-verðlaun fyrir skrif sín árið 1997.
AP fréttaveitan segir Grodin hafa fæðst í Pittsburgh árið 1935 og hann hafi verið skírður Charles Grodinsky. Faðir hans dó þegar hann var átján ára gamall og Grodin lýsti sjálfur æsku sinni sem strembinni og segist hafa ítrekað lent í vandræðum.
Hann steig fyrst á stóra sviðið í Broadway árið 1962, í leikritinu Tchin Tchin. Vinsælasta verkið sem hann lék í var þó Same Time, Next Year sem var frumsýnt árið 1975 og var sýnt í rúm þrjú ár. Hann hætti að leika árið 1994, en lék aukahlutverk í nokkrum kvikmyndum eftir það.
Þar má nefna myndir eins og The Ex, An Imperfect Murder og The Comedian.