Lífið

Gagna­magnið mun hvorki stíga á svið á morgun né á laugar­daginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gagnamagnið í Rotterdam í síðustu viku. 
Gagnamagnið í Rotterdam í síðustu viku.  Mynd/Gísli Berg

Snemma í morgun fóru átta úr íslenska Eurovision-hópnum í Rotterdam í skimun fyrir kórónuveirunni, þar á meðal Daði og Gagnamagnið.

Í ljós kom að einn meðlimur Gagnamagnsins reyndist smitaður og er það Jóhann Sigurður Jóhannsson.

Hann segist vera í miklu áfalli og að málið sé mikil vonbrigði.

EBU hefur nú sent frá sér yfirlýsingu og nú ert ljóst að íslenski hópurinn mun ekki stíga á svið annað kvöld og ef Íslands kemst áfram í keppninni verður lagið heldur ekki flutt í beinni útsendingu í Ahoy-höllinni á laugardagskvöldið.

Í tilkynningunni kemur fram að Gagnamagnið vilji aðeins koma fram sem fullmannaður hópur og því verður upptaka frá annarri æfingu hópsins notuð annað kvöld og ef til þess kemur á laugardagskvöldið.

Íslenski hópurinn verður því í sóttkví næstu daga.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×