„Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2021 13:07 Arnar Þór Viðarsson er svo til nýbyrjaður sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Getty „Ég þakkaði pent fyrir áhugann en þetta fór ekki lengra en það,“ segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um áhuga danska úrvalsdeildarfélagsins OB á að ráða hann til starfa. Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Arnar var einn þriggja þjálfara sem OB skoðaði að ráða eftir vinnu sérstaks ráðgjafafyrirtækis. Það kom hins vegar ekki til þess að hann færi í viðræður við OB þar sem hvorki Arnar né KSÍ hafði áhuga á því að hann hætti sem landsliðsþjálfari, tiltölulega nýbyrjaður í því starfi. Andreas Alm var ráðinn þjálfari en þeir Arnar og Jens Gustafsson komu einnig til greina, samkvæmt frétt danska miðilsins Sport Fyn. Hef aldrei unnið þannig að ég fari á bak við mína vinnuveitendur „Ég ræddi ekki við OB. Það voru ákveðnar þreifingar frá ráðningarfyrirtæki sem sá um þetta ferli fyrir OB og þær þreifingar enduðu, eins og skylda ber, inni á borði hjá Guðna [Bergssyni, formanni] og Klöru [Bjartmarz, framkvæmdastjóra] hjá KSÍ. Þetta er svolítið nýtt í fótboltaheiminum – að það eru sérstök fyrirtæki ráðin til að finna kandídata í þjálfarastarf. Ég veit ekki hvað þetta fyrirtæki átti að finna marga kandídata. Það leggur svo þessi nöfn til við í þessu tilviki OB sem annað hvort samþykkir þau eða ekki. Þá er farið í að reyna að ræða við menn. En ég hef aldrei unnið þannig, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að ræða málin á bak við mína vinnuveitendur. Þess vegna fór þetta mál til Guðna og Klöru, við ræddum þetta þrjú saman, og því var svo skilað til heimahúsanna. Hvorki KSÍ né ég hafði áhuga á að ég færi í viðræður svo að þetta stoppaði bara hjá þessu ráðgjafafyrirtæki,“ segir Arnar við Vísi. Við erum að byrja á nýju ævintýri Arnar tók við A-landsliðinu í lok síðasta árs, af Erik Hamrén, og fyrstu leikirnir eftir að hann tók við voru leikirnir þrír í undankeppni HM í mars. „Ég er nýtekinn við íslenska landsliðinu og það er verkefni sem er mjög stórt og skemmtilegt, og eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið það tækifæri. Við Eiður Smári [Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari] og allt „staffið“ erum að byrja á nýju ævintýri og erum spenntir að halda því áfram,“ segir Arnar en samningur hans við KSÍ gildir til loka næsta árs. Aðspurður hvort OB hefði séð fyrir sér að hann yrði áfram landsliðsþjálfari samhliða því að þjálfa danska félagið segir Arnar: „Þetta fór aldrei svo langt. Ég held að það sé samt almennt alveg ljóst að það er ekki hægt að vera bæði landsliðsþjálfari og þjálfari félagsliðs. Það er meira en fullt starf að þjálfa A-landslið karla.“ Það mun því bíða betri tíma að Arnar snúi aftur í þjálfun félagsliða: „Það er alltaf jákvætt að vera sýndur áhugi. Það eru endalaust einhverjar þreifingar í fótboltaheiminum og maður er bara ánægður með að fá þessa athygli en þetta stoppar þar.“ Arnar mun á næstunni tilkynna landsliðshópinn sem spilar þrjá vináttulandsleiki á komandi vikum. Til stóð að tilkynna hópinn í dag en Arnar vildi ekki fara út í það nákvæmlega hvers vegna því hefði verið frestað. Það mun þó vera vegna forfalla leikmanna samkvæmt upplýsingum frá KSÍ.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti