Flóttafólk svelt til hlýðni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2021 13:43 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. vísir/Vilhelm „Nú eru tíu umsækjendur um alþjóðlega vernd komnir á götuna eftir að Útlendingastofnun henti þeim út og svipti þá framfærslu. Skítt með mannúð og mannréttindi, það á að svelta þetta flóttafólk til hlýðni þannig að sé hægt að pína það aftur í óboðlegar aðstæður í gríska hæliskerfið,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata á Alþingi í dag. Hann gagnrýndi stefnu íslenskra stjórnvalda í útlendingamálum harðlega og sagði réttnefni hennar vera „Út á guð og gaddinn“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Ahmed Irheem, frá Gaza í Palestínu. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi án þess að umsókn hans hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Til stendur að endursenda hann þangað en Rauði krossinn hefur ítrekað sagt það ekki vera forsvaranlegt þaí ljósi þess að aðstæður flóttamanna séu óboðlegar. Ahmed hefur ásamt fleiri umsækendum neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. Í kjölfar þess hefur Útlendingastofnun svipt þá þjónustu. Andrés Ingi benti á að í hópi þeirra tíu einstaklinga sem búið sé að svipta þjónustu séu Palestínumenn og kallaði eftir raunverulegum stuðningi með palestínsku þjóðinni. „Hvað með til dæmis samstöðu með þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja átökin undanfarna daga? Það hafa hellst yfir okkur fréttir af umsækjendum um alþjóðlega vernd sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Í þeim hópi er meðal annars fólk sem fyrst flúði ástandið í Gasa og fékk hæli á Grikklandi. Þurfti svo aftur að leggja á flótta úr ónýtu verndarkerfi Grikklands. Þessu fólki ætla íslensk stjórnvöld ekki einu sinni að sýna þá virðingu að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar.“ „Það dugar ekki að fordæma ofbeldi almennum orðum en fara eins og köttur í kringum heitan grautinn að gera eitthvað í alvöru,“ sagði Andrés Ingi. Alþingi Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Hann gagnrýndi stefnu íslenskra stjórnvalda í útlendingamálum harðlega og sagði réttnefni hennar vera „Út á guð og gaddinn“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Ahmed Irheem, frá Gaza í Palestínu. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd hér á landi án þess að umsókn hans hafi verið tekin til efnislegrar meðferðar þar sem hann hefur áður hlotið vernd í Grikklandi. Til stendur að endursenda hann þangað en Rauði krossinn hefur ítrekað sagt það ekki vera forsvaranlegt þaí ljósi þess að aðstæður flóttamanna séu óboðlegar. Ahmed hefur ásamt fleiri umsækendum neitað að fara í covid-próf sem er forsenda flutnings úr landi. Í kjölfar þess hefur Útlendingastofnun svipt þá þjónustu. Andrés Ingi benti á að í hópi þeirra tíu einstaklinga sem búið sé að svipta þjónustu séu Palestínumenn og kallaði eftir raunverulegum stuðningi með palestínsku þjóðinni. „Hvað með til dæmis samstöðu með þeim einstaklingum sem hafa þurft að flýja átökin undanfarna daga? Það hafa hellst yfir okkur fréttir af umsækjendum um alþjóðlega vernd sem íslensk stjórnvöld ætla að endursenda til Grikklands. Í þeim hópi er meðal annars fólk sem fyrst flúði ástandið í Gasa og fékk hæli á Grikklandi. Þurfti svo aftur að leggja á flótta úr ónýtu verndarkerfi Grikklands. Þessu fólki ætla íslensk stjórnvöld ekki einu sinni að sýna þá virðingu að taka mál þeirra til efnislegrar meðferðar.“ „Það dugar ekki að fordæma ofbeldi almennum orðum en fara eins og köttur í kringum heitan grautinn að gera eitthvað í alvöru,“ sagði Andrés Ingi.
Alþingi Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira