Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2021 17:00 Hermaðurinn Jurgen Conings hefur hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem leitt hefur viðbrögð yfirvalda í Belgíu við Covid-19. Van Ranst og fjölskylda hans hafa verið flutt á öruggan stað. Lögreglan í Belgíu og EPA Lögreglan í Belgíu leitar að þungvopnuðum hermanni sem sagður er hafa stolið vopnum og hótað fólki. Hermaðurinn er skotþjálfi og er hann sagður hafa tekið vopn frá herstöð og horfið í gær. Áður hafði hann hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar. Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins. Belgía Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Í frétt BBC um leitin að hermanninum, sem heitir Jurgen Conings, segir að Van Ranst og fjölskylda hans hafi verið flutt á öruggan stað á meðan leit stendur yfir. Hann birti tíst í dag þar sem hann segir ógnir eins og þessa ekki hafa áhrif á sig. Tegen covidmaatregelen en covidvaccins zijn, valt al te vaak samen met geweldverheerlijking en rauw racisme.Ik verschiet niet dat bedreigingen bijna uitsluitend uit die hoek komen. Laat één ding duidelijk zijn: zulke bedreigingen maken op mij niet de minste indruk. pic.twitter.com/5LMUYloNNo— Marc Van Ranst (@vanranstmarc) May 19, 2021 Leitin hefur beinst að skógi í norðurhluta Belgíu en þaðan barst ábending um að bíll hermannsins hefði sést og í honum hefðu verið skotvopn. Lögreglan er sögð hafa fundið fjórar eldflaugar sem skotið er frá öxlinni en Conings ku vera með nokkur vopn til viðbótar og vera klæddur skotheldu vesti. Lögreglan hefur biðlað til almennings að nálgast hermanninn ekki. Á vef dagblaðsins La Libre Belgique segir að Conings sé 46 ára gamall og hann hafi verið hermaður frá árinu 1992. Hann er sagður hafa tekið þátt í aðgerðum Belga í Júgóslavíu, Bosníu, Kósovó, Líbanon, Írak og Afganistan. Conings hefur verið lýst sem hægri öfgamanni og er hann sagður geta verið mjög hættulegur. Þá er hann sagður hafa skilið eftir bréf þar sem hann gaf í skyn að hann væri undirbúinn fyrir bardaga við lögreglu. Í bréfinu mun Conings hafa sagt að hann gæti ekki búið í samfélagi þar sem stjórnmálamenn og og veirufræðingar „hefðu tekið allt frá okkur“. Aðrir hermenn hafa sagt Conings vera mikinn öfgamann þegar komi að bólusetningum og mun hann hafa verið nokkrum sinnum ávíttur fyrir ofbeldisfulla og rasíska hegðun innan hersins.
Belgía Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira