Dómararnir hafa verið hræðilegir undanfarnar vikur Andri Már Eggertsson skrifar 19. maí 2021 22:27 Nik var allt annað en sáttur með dómgæsluna í kvöld. vísir/Hulda Margrét Þróttur tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar þær mættu toppliði Selfoss. Leikurinn endaði 3-4 fyrir gestunum og var Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar svekktur með niðurstöðuna. „Þetta var spennandi leikur, við hefðum getað fengið jafntefli úr honum en við gerðum okkur erfitt fyrir í upphafi leiks. Við vorum oft á tíðum barnalegar í leiknum sem er hrikalega svekkjandi," sagði Nik svekktur. Caity Heap skoraði beint úr aukaspyrnu þar sem boltinn fór beint á Írisi Dögg Gunnarsdóttur markmann Þróttar. Nik fannst þetta þó aldrei vera aukaspyrna sem þær skoruðu úr en gat tekið undir að hún hefði líklega átt að gera betur í markinu. Nik var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum og hefur óstöðuleiki hjá dómurunum verið aðalsmerki þeirra á tímabilinu að hans mati. „Það er enginn stöðugleiki hjá dómurunum í þessari deild bara einfaldlega til skammar. Þetta var svona í fyrra líka, þá fengum við gult spjald fyrir 1-2 brot á meðan önnur lið fengu ekki gult fyrir 4-5 brot á sama leikmann en fá ekki gul spjöld og er sama upp á teningnum í ár." „Ég hefði ekki áhyggjur af þessu ef þetta væri ekki satt, mér er alveg sama um það þó við fáum gul spjöld en það er óþolandi þegar hin liðin komast upp með talsvert fleiri brot." „Dómararnir í þessari deild hafa einfaldlega verið skelfilegir, þó ekki allir en síðustu vikur hafa verið afar slakar frá þeim," sagði Nik hundfúll út í dómarastéttina. Þróttur jafnaði leikinn í 2-2 með tveimur mörkum rétt fyrir fyrri hálfleik sem Nik var ánægður með. „Við erum mjög góðar í að koma til baka í leikjum. Það var gaman að sjá Ólöfu Sigríðu Kristinsdóttur komast á blað ásamt Lindu Líf. Við verðum síðan að fara spila vel út allan leikinn." Selfoss gerði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem á endanum varð til þess að þær unnu leikinn. „Þetta var reynsluleysi í mínu liði, við erum líklegast með yngstu vörnina í deildinni og þær læra af þessum leik," sagði Nik að lokum. Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Þetta var spennandi leikur, við hefðum getað fengið jafntefli úr honum en við gerðum okkur erfitt fyrir í upphafi leiks. Við vorum oft á tíðum barnalegar í leiknum sem er hrikalega svekkjandi," sagði Nik svekktur. Caity Heap skoraði beint úr aukaspyrnu þar sem boltinn fór beint á Írisi Dögg Gunnarsdóttur markmann Þróttar. Nik fannst þetta þó aldrei vera aukaspyrna sem þær skoruðu úr en gat tekið undir að hún hefði líklega átt að gera betur í markinu. Nik var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum og hefur óstöðuleiki hjá dómurunum verið aðalsmerki þeirra á tímabilinu að hans mati. „Það er enginn stöðugleiki hjá dómurunum í þessari deild bara einfaldlega til skammar. Þetta var svona í fyrra líka, þá fengum við gult spjald fyrir 1-2 brot á meðan önnur lið fengu ekki gult fyrir 4-5 brot á sama leikmann en fá ekki gul spjöld og er sama upp á teningnum í ár." „Ég hefði ekki áhyggjur af þessu ef þetta væri ekki satt, mér er alveg sama um það þó við fáum gul spjöld en það er óþolandi þegar hin liðin komast upp með talsvert fleiri brot." „Dómararnir í þessari deild hafa einfaldlega verið skelfilegir, þó ekki allir en síðustu vikur hafa verið afar slakar frá þeim," sagði Nik hundfúll út í dómarastéttina. Þróttur jafnaði leikinn í 2-2 með tveimur mörkum rétt fyrir fyrri hálfleik sem Nik var ánægður með. „Við erum mjög góðar í að koma til baka í leikjum. Það var gaman að sjá Ólöfu Sigríðu Kristinsdóttur komast á blað ásamt Lindu Líf. Við verðum síðan að fara spila vel út allan leikinn." Selfoss gerði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks sem á endanum varð til þess að þær unnu leikinn. „Þetta var reynsluleysi í mínu liði, við erum líklegast með yngstu vörnina í deildinni og þær læra af þessum leik," sagði Nik að lokum.
Þróttur Reykjavík Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira