Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun og sunnudag sé búist við austan og norðaustan, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Rigning eða slydda með köflum, en stöku skúrir vestantil á landinu.
„Áfram svalt í veðri, hitinn nær þó væntanlega að skríða yfir 10 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum,“ segir í færslunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag og sunnudag (hvítasunnudagur): Norðaustan og austan 5-13 m/s. Slydda eða rigning með köflum um landið A-vert, annars stöku skúrir. Hiti 2 til 10 stig, mildast SV- og V-lands.
Á mánudag (annar í hvítasunnu): Hæg austlæg eða breytileg átt og skúrir, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Hiti 3 til 10 stig.
Á þriðjudag: Breytileg átt og víða léttskýjað, en skýjað V-lands. Hlýnandi veður.
Á miðvikudag: Suðlæg átt, bjart veður og milt, en skýjað með köflum á S- og V-landi.
Á fimmtudag: Sunnanátt og dálítil rigning V-lands, en léttskýjað á NA- og A-landi.