KA-menn reyna miklu miklu fleiri klókar sendingar en Víkingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 16:00 Ásgeir Sigurgeirsson og félagar í KA reyna mikið að komast í gegnum varnir andstæðingana með því að skera boltann í gegnum varnarlínuna. Vísir/Hulda Margrét KA og Víkingur eru hlið við hlið í stigatöflu Pepsi Max deildarinnar en þeir eru á sitthvorum enda töflunnar yfir klókar sendingar. Wyscout tölfræðiveitan leikgreinir leiki Pepsi Max deildar karla og þar kemur oft margt forvitnilegt í ljós. Þar sem KA tekur á móti Víkingi í fimmtu umferðinni á Dalvík í kvöld er áhugavert að skoða eina tölfræðitöflu þar sem liðin gætu ekki verið ólíkari. Fólkið á Wyscout tekur saman svokallaðar klókar sendingar eða „smart passes“ eins og þeir nefna þetta á ensku. Skilgreiningin á klókri sendingu er skapandi sending í gegnum vörnina sem er tilraun til að brjóta upp varnarlínu mótherjanna og skapa sínu liði forskot í viðkomandi sókn. Á ensku er það: „A creative and penetrative pass that attempts to break the opposition's defensive lines to gain a significant advantage in attack“ Í þessum tölfræði þá eru lið KA og Víkings á sitthvorum enda töflunnar. Ekkert félag hefur reynt fleiri klókar sendingar en KA í þessum fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla. KA liðið hefur alls reynt 32 slíkar sendingar og er með mikla yfirburði. Það eru sjö fleiri en FH sem er í öðru sæti og 24 fleiri en Víkingar sem reka lestina. Víkingsliðið hefur nefnilega aðeins fengið skráðar á sig átta klókar sendingar í þessum fjórum fyrstu leikjum. Það er fjórum færra en næsta lið sem er ÍA. 41 prósent þessara sendinga hafa heppnast hjá KA-mönnum sem er það fimmta besta en Valsmenn reyna kannski fáar klókar sendingar (13 í 4 leikjum) en 54 prósent þeirra hafa heppnast. Þannig hafa líka helmingur þessa átta klóku sendinga hjá Víkingum ratað rétta leið sem skilar liðinu öðru til þriðja sæti í skilvirkni með Fylki. Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8 Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og verður hægt að horfa á hann beint á stod2.is. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05 en á undan verður Pepsi Max upphitun á sömu stöð frá klukkan 18.45. Eftir leikinn verður síðan Pepsi Max Stúkan á dagskrá. Það verður einnig hægt að horfa á hina þrjá leiki kvöldsins í beinni á stod2.is en það eru eftirtaldir leikir: HK-ÍA (klukkan 18.00), Fylkir-Keflavík (20.00) og Valur-Leiknir R.(20.15). Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Wyscout tölfræðiveitan leikgreinir leiki Pepsi Max deildar karla og þar kemur oft margt forvitnilegt í ljós. Þar sem KA tekur á móti Víkingi í fimmtu umferðinni á Dalvík í kvöld er áhugavert að skoða eina tölfræðitöflu þar sem liðin gætu ekki verið ólíkari. Fólkið á Wyscout tekur saman svokallaðar klókar sendingar eða „smart passes“ eins og þeir nefna þetta á ensku. Skilgreiningin á klókri sendingu er skapandi sending í gegnum vörnina sem er tilraun til að brjóta upp varnarlínu mótherjanna og skapa sínu liði forskot í viðkomandi sókn. Á ensku er það: „A creative and penetrative pass that attempts to break the opposition's defensive lines to gain a significant advantage in attack“ Í þessum tölfræði þá eru lið KA og Víkings á sitthvorum enda töflunnar. Ekkert félag hefur reynt fleiri klókar sendingar en KA í þessum fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla. KA liðið hefur alls reynt 32 slíkar sendingar og er með mikla yfirburði. Það eru sjö fleiri en FH sem er í öðru sæti og 24 fleiri en Víkingar sem reka lestina. Víkingsliðið hefur nefnilega aðeins fengið skráðar á sig átta klókar sendingar í þessum fjórum fyrstu leikjum. Það er fjórum færra en næsta lið sem er ÍA. 41 prósent þessara sendinga hafa heppnast hjá KA-mönnum sem er það fimmta besta en Valsmenn reyna kannski fáar klókar sendingar (13 í 4 leikjum) en 54 prósent þeirra hafa heppnast. Þannig hafa líka helmingur þessa átta klóku sendinga hjá Víkingum ratað rétta leið sem skilar liðinu öðru til þriðja sæti í skilvirkni með Fylki. Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8 Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og verður hægt að horfa á hann beint á stod2.is. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05 en á undan verður Pepsi Max upphitun á sömu stöð frá klukkan 18.45. Eftir leikinn verður síðan Pepsi Max Stúkan á dagskrá. Það verður einnig hægt að horfa á hina þrjá leiki kvöldsins í beinni á stod2.is en það eru eftirtaldir leikir: HK-ÍA (klukkan 18.00), Fylkir-Keflavík (20.00) og Valur-Leiknir R.(20.15). Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Flestar klókar sendingar í fyrstu fjórum umferðum Pepsi Max deildar karla: (Tölfræði frá Wyscout) 1. KA 32 2. FH 25 3. Stjarnan 23 4. HK 17 5. KR 16 6. Breiðablik 15 7. Leiknir 14 7. Fylkir 14 7. Keflavík 14 10. Valur 13 11. ÍA 12 12. Víkingur 8
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira