Jóhannes Karl: Fótbolti þannig leikur að það er tekist á Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. maí 2021 20:55 Jóhannes Karl [annar til vinstri á myndinni] var mjög sáttur með 3-1 sigur sinna manna í ÍA á HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega ánægður með sína menn eftir leik kvöldsins. Skagamenn unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu og eru komnir með fimm stig nú þegar 5. umferð er að ljúka. „Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
„Við erum nátturlega bara mjög ánægðir. Það fór rosalega mikil orka í þennan leik og virkilega erfiður völlur að koma að spila á. HK-ingarnir eru með flott lið, eru virkilega öflugir og eru með tæknilega góða menn líka. Við lentum í smá basli en þess þá heldur að hafa lent 1-0 undir hérna að hafa náð að snúa þessu okkur í vil, það er það sem ég er virkilega ánægður með.“ HK-ingar komast yfir þegar strax í byrjun leiksins en þeim tókst ekki að nýta færin sín eftir það mark. ÍA náðu að jafna á 24. mínútu og skoruðu svo tvö mörk í seinni hálfleik. „Þeir voru nátturlega hættulegir og skoruðu mark snemma í leiknum eftir markspyrnu sem var þegar boltanum var fleytt aftur fyrir og þeir komast aftur fyrir okkur, eitthvað sem við vildum reyna að loka á. Þeir gerðu það vel og skoruðu frábært mark og eru svo nátturlega mjög öflugir varnarlega.“ „Við þurftum að halda áfram að reyna að brjóta þá niður og við vorum að reyna ákveðnar leiðir og komumst í ákveðnar stöður í fyrri hálfleiknum og ég var svona þokkalega ánægður með slatta af hlutum.“ „Auðvitað hefði ég viljað ná að skjóta aðeins meira á markið en við vorum allavega að reyna og gáfumst ekki upp. Karakterinn sem menn sýndu til þess að komast aftur inn í leikinn og komast svo yfir var rosalega gott hjá okkur. Karakterinn var þar nátturlega fyrst og fremst og þó svo að HK hafi verið meira með boltann þá fannst mér við vera yfir í baráttunni og viljanum í að halda áfram og reyna að sækja til sigurs.“ „Auðvitað var þetta hörkuleikur og bæði lið voru tilbúin. Það sást alveg augljóslega að það var mikil barátta framundan snemma í leiknum og mér fannst dómarinn standa sig vel sem og allir aðstoðardómarar stóðu sig einnig vel í að halda leiknum rólegum. Auðvitað er fótbolti þannig leikur að það er tekist á og það voru gul spjöld og rautt spjald en mér fannst aldrei vera nein fólska í neinu sem að menn voru að gera, þetta var bara svona almenn barátta,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Leik lokið: HK - ÍA 1-3 | Fyrsti sigur Skagamanna kominn í hús ÍA landaði sínum fyrsta sigri í Pepsi Max deild karla á tímabilinu þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum í dag. HK er enn án sigurs. 21. maí 2021 19:55
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn