Hannes Þór segist ekki svekktur yfir landsliðsvalinu Atli Arason skrifar 21. maí 2021 23:10 Hannes Þór hélt hreinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson var létt í viðtali eftir nauman 1-0 sigur Vals á Leikni í Pepsi Max deildinni í kvöld. Valur skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins. „Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
„Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira