Legsteinar sem fundust í garðinum mikil ráðgáta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 14:58 Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvardóttur skömmu eftir að þau fluttu inn. Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvarsdóttur skömmu eftir að þau keyptu íbúðina sína. Þau segja málið hina mestu ráðgátu. Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði. Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði.
Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira