Legsteinar sem fundust í garðinum mikil ráðgáta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2021 14:58 Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvardóttur skömmu eftir að þau fluttu inn. Tveir legsteinar fundust á einkalóð parsins Finnboga Dags Sigurðssonar og Marínar Elvarsdóttur skömmu eftir að þau keyptu íbúðina sína. Þau segja málið hina mestu ráðgátu. Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði. Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Finnbogi og Marín keyptu sér íbúð á jarðhæð í fjórbýli í Hafnarfirði í desember. Hluti af eigninni er garður sem tilheyrir þeirra íbúð. Í byrjun maí stóð til að hefja framkvæmdir við stækkun bílastæðis en þegar þau voru að grafa í beði í garðinum brá þeim aldeilis í brún. „Það komu þarna tvær hellur í ljós og við áttuðum okkur ekkert á þessu strax. Svo fer ég að sópa af þessu og þá föttum við að þetta eru legsteinar. Þarna voru grafin í nöfn, fæðingarár og dánardagar,“ segir Finnbogi. Hjónin létust 1966 og 1980 Í fyrstu taldi Finnbogi að um væri að ræða systkini þar sem nöfnin báru þess merki. „En síðan fór mamma að fletta þessu upp og fann út að þetta væru líklega foreldrar þeirra sem byggðu húsið á sínum tíma,“ segir hann. Á legsteinunum segir að hjónin hafi dáið árið 1966 og 1980. Þá hafi tekið við mikil rannsóknarvinna. „Við komumst sem sagt að því eftir mikla rannsóknarvinnu að þessi hjón eru líklega grafin annars staðar eða vonandi. Internetið segir það að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Hann kann þó enga skýringu á því hvers vegna legsteinar fólksins hafi verið í garðinum ef fólkið er grafið annars staðar. Annar legsteinninn. Fyrsta nóttin óhugnanleg Sem fyrr segir hafi þau komist að því að um sé að ræða foreldra konu sem byggði húsið um 1960. „Síðan fær sonur þeirra íbúðina. Sá selur svo öðru fólki sem er ekki í fjölskyldunni og við kaupum síðan af þeim,“ segir Finnbogi en hann og Marín eru þá fjórða fjölskyldan sem býr í íbúðinni. Finnbogi neitar því ekki að fyrst um sinn hafi þeim þótt þetta dálítið óþægilegt. „Fyrsta nóttin var óhugnanleg þegar við vissum ekkert. Mér fannst þetta samt eiginlega bara skemmtilegt en kærustunni minni var ekkert alveg sama og sagðist ekki vilja upplifa það að eitthvað færi að klóra í gluggana,“ segir Finnbogi og hlær. Hinn legsteinninn. Tveir viðarkrossar geri málið skrítnara Atvikið hafi sett smá strik í reikninginn hvað framkvæmdirnar varðar. Þær hafi lítið sem ekkert þokast áfram. „Samt bara skemmtilegt strik. Við förum nú að halda áfram. Við færðum legsteinana upp í hraunið fyrir ofan húsið og ætlum að leyfa þeim að vera þar, í bili að minnsta kosti,“ segir Finnbogi. Finnbogi segir að nágrannar hans, sem einnig búa í húsinu, hafi einnig verið mjög hissa þegar legsteinarnir fundust. Sérstaklega þar sem tveir viðarkrossar séu á sameiginlegum bletti fyrir ofan húsið. „Það brá öllum. Nágrannarnir höfðu oft velt fyrir sér hvað þessir krossar væru að gera þarna en hafa alltaf talið að þetta hafi verið gæludýr. Þetta er mistería allt saman,“ segir Finnbogi léttur í bragði.
Hafnarfjörður Kirkjugarðar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira