Darri: Aðdáendurnir eiga skilið að við vinnum eins og einn leik í Vesturbænum Árni Jóhannsson skrifar 23. maí 2021 22:21 Darri gerir kröfu á sína menn að vinna í Vesturbænum á miðvikudag. vísir/bára Þjálfari KR var ánægður með leik sina manna í kvöld þegar KR vann Val 103-115 í Origo höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þar með er KR komið með 2-1 forystu í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla. Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“ KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Sóknarleikurinn var í fyrirrúmi í kvöld og var Darri sammála blaðamanni að þeir hafi náð að setja sitt fingrafar á leikinn í kvöld. „Okkur gekk í raun og veru vel að skora í öllum leikhlutunum í kvöld og framkvæmdum það sem við töluðum um fyrir leik mjög vel. Við náðum að hraða leikinn og pikka í þessi einvígi á vellinum sem við höfum séð. Þetta var frábært.“ Þegar Valsmenn reyndu að verjast KR þá tvöfölduðu þeir mikið á aðal ásinn í sókn KR, Tyler Sabin, en hann var duglegur að finna opna menn sem settu skot sín niður. Þjálfarinn var mjög ánægður með það. „Það er svo sem ekkert nýtt í því að menn setji skot sín í þessu KR liði og Tyler gerði vel í að velja sínar stundir. Þessi sería snýst dálítið um það að hann velji augnablikin vel miðað við það hvernig hann sér varnirnar sem er beitt gegn honum. Hann var frábær í kvöld sem og Brandon [Nazione].“ Tyler og Brandon skoruðu í heild 68 af stigum KR þar sem sá fyrri skoraði 35 og Brandon 33 stig og var Darri spurður hvort það væri ekki þægilegt að hafa svona risa í sóknarleiknum ásamt því að hann var spurður út í frammistöðu Nazione. „Engin spurning að það er þægilegt að vera með tvo menn sem geta skorað 30+ stig. Við vissum alveg að Brandon gæti gert svona hluti en það hefur tekið smá tíma fyrir hann að komast í almennilegt stand og nú er hann kominn þangað. Okkur líður vel með matchup-in sem við getum fengið frá honum og leituðum mikið að honum. Brandon gerði frábærlega í dag.“ Að lokum var Darri spurður að því hvort þeir væru komnir með lykilinn að Valsmönnum á þessum tímapunkti. „Nei. Við þurfum að vinna einn í viðbót til að halda því fram. Það væri ekki verra að gera það í Frostaskjólinu. Þau, aðdáendurnir okkar, eiga það skilið að við vinnum allavega eins og einn leik í Vesturbænum.“
KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. 23. maí 2021 21:56