Þetta kemur fram á vef Kringvarpsins, ríkismiðils Færeyja, en í fyrradag sagði Lars Fodgaard Møller landlæknir að veiran væri greinilega úti í samfélaginu. Þá höfðu fjórir greinst með veiruna og tveir þeirra höfðu ekki hugmynd hver hefði smitað þá. Voru það fyrstu smitin frá áramótum.
Hlutfall jákvæðra sýna var 2,8 prósent í gær, sem samsvarar því að einn af hverjum 38 reyndist jákvæður. Alls voru 619 sýni tekin.
Staðfest virk smit í Færeyjum eru nú 23 og hafa smitin ekki verið fleiri frá því í mars í fyrra. Talið er að um breska afbrigði veirunnar sé að ræða, en það þykir meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.