„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 13:10 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Heimir og Sigurður hafa safnað áheitum fyrir félagið með ferð sinni á Everest. Samsett Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig. „Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til. Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til.
Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23
Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46
Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07