Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka Atli Arason skrifar 24. maí 2021 22:25 Rúnar Þór Sigurgeirsson [númer 24], vinstri bakvörður Keflavíkur, var ekki sáttur með tapði en er sáttur með landsliðssætið. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Þór Sigurgeirsson, leikmaður Keflavíkur, var ekki sáttur við 1-2 tap gegn Val í kvöld. „Þetta er svekkjandi. Við vorum að sækja mikið í seinni hálfleik en við vorum ekki að skapa neitt svo mikið af færum. Seinna markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Við héldum allavegana haus sem er annað en við höfum verið að gera í hinum leikjunum, við fengum ekki á okkur fjögur mörk eins og í öllum hinu leikjunum. Við verðum bara að byggja ofan á þetta. Við erum að spila við Íslandsmeistarana og við erum bara að mínu mati miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Það eru einhver batamerki á leik Keflavíkur sem hafa verið að tapa stórt í undanförnum leikjum. Rúnari er alveg sama hvort Keflavík nái að halda Val í fáum mörkum, eins lengi og þeir fá enginn stig fyrir það. „Það er samt bara 0 stig sem er pirrandi. Það er bara næsti leikur, sama hvaða lið það er þá förum við í næsta leik til að sækja þrjú stig,“ svaraði Rúnar. „Við töluðum um það fyrir leik að bæta varnarleikinn. Við erum búnir að fá á okkur 12 mörk í 3 leikjum. Sem er bara allt of mikið. Við þurfum að bæta varnarleikinn og þá koma mörkin eftir það.“ Það eru einmitt einhverjir sem hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarana fyrir að velja tvo varnarmenn úr því liði sem hefur fengið flest mörk á sig í Pepsi Max deildinni það sem af er. Rúnar er meðvitaður um umræðuna en tekur hana þó ekki inn á sig. „Það er allt í lagi. Fólk gagnrýnir allt, það er alveg sama þótt það sé ég eða Messi eða einhver annar, það verður alltaf gagnrýnt. Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka,“ sagði Rúnar. Rúnar Þór er talinn með efnilegri bakvörðum Íslands.Stöð 2 Sport Landsliðshópurinn er óvenju stór og víst er að ekki fá allir tækifæri inn á leikvellinum. Rúnar hefur ekki fengið nein skilaboð frá landsliðsþjálfurum um það hvaða leiki hann gæti komið til með að spila í þessum glugga. „Það var bara talað um að ákveðið verður eftir leikina hverjir fara með í hina leikina. Hann talaði bara um þennan Mexíkó leik. Ég geri bara mitt besta í þeim leik og ég vona að ég verði áfram í hópnum.“ Rúnar missir af næsta leik Keflavíkur gegn FH en mögulegt er þó að þeim leik verði frestað vegna landsleiknum gegn Mexíkó, sem er sama dag. Bæði lið eru með tvo leikmenn í landsliðshópnum. Næsti leikur Rúnars með Keflavík verður að öllum líkindum gegn HK þann 13. júní. Rúnar telur það sé margt sem Keflavík megi taka úr leik kvöldsins gegn Val fyrir leikinn gegn HK. „Mér fannst við spila vel í þessum leik og við þurfum að bæta ofan á það, við þurfum bara að klára færin og fá betri færi. Við erum enn þá að fá á okkur svolítið klaufaleg mörk og við verðum að loka því.“ „Það er mikil tími sem við fáum til að bæta margt. Við verðum bara að koma vel inn í þann leik og ekkert annað en þrjú stig sem koma til greina þar,“ sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
„Þetta er svekkjandi. Við vorum að sækja mikið í seinni hálfleik en við vorum ekki að skapa neitt svo mikið af færum. Seinna markið sem við fáum á okkur var klaufalegt. Við héldum allavegana haus sem er annað en við höfum verið að gera í hinum leikjunum, við fengum ekki á okkur fjögur mörk eins og í öllum hinu leikjunum. Við verðum bara að byggja ofan á þetta. Við erum að spila við Íslandsmeistarana og við erum bara að mínu mati miklu betri í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Þór í viðtali við Vísi eftir leik. Það eru einhver batamerki á leik Keflavíkur sem hafa verið að tapa stórt í undanförnum leikjum. Rúnari er alveg sama hvort Keflavík nái að halda Val í fáum mörkum, eins lengi og þeir fá enginn stig fyrir það. „Það er samt bara 0 stig sem er pirrandi. Það er bara næsti leikur, sama hvaða lið það er þá förum við í næsta leik til að sækja þrjú stig,“ svaraði Rúnar. „Við töluðum um það fyrir leik að bæta varnarleikinn. Við erum búnir að fá á okkur 12 mörk í 3 leikjum. Sem er bara allt of mikið. Við þurfum að bæta varnarleikinn og þá koma mörkin eftir það.“ Það eru einmitt einhverjir sem hafa gagnrýnt landsliðsþjálfarana fyrir að velja tvo varnarmenn úr því liði sem hefur fengið flest mörk á sig í Pepsi Max deildinni það sem af er. Rúnar er meðvitaður um umræðuna en tekur hana þó ekki inn á sig. „Það er allt í lagi. Fólk gagnrýnir allt, það er alveg sama þótt það sé ég eða Messi eða einhver annar, það verður alltaf gagnrýnt. Þau mega alveg gagnrýna en ég veit alveg hvað ég get og greinilega landsliðsþjálfarinn líka,“ sagði Rúnar. Rúnar Þór er talinn með efnilegri bakvörðum Íslands.Stöð 2 Sport Landsliðshópurinn er óvenju stór og víst er að ekki fá allir tækifæri inn á leikvellinum. Rúnar hefur ekki fengið nein skilaboð frá landsliðsþjálfurum um það hvaða leiki hann gæti komið til með að spila í þessum glugga. „Það var bara talað um að ákveðið verður eftir leikina hverjir fara með í hina leikina. Hann talaði bara um þennan Mexíkó leik. Ég geri bara mitt besta í þeim leik og ég vona að ég verði áfram í hópnum.“ Rúnar missir af næsta leik Keflavíkur gegn FH en mögulegt er þó að þeim leik verði frestað vegna landsleiknum gegn Mexíkó, sem er sama dag. Bæði lið eru með tvo leikmenn í landsliðshópnum. Næsti leikur Rúnars með Keflavík verður að öllum líkindum gegn HK þann 13. júní. Rúnar telur það sé margt sem Keflavík megi taka úr leik kvöldsins gegn Val fyrir leikinn gegn HK. „Mér fannst við spila vel í þessum leik og við þurfum að bæta ofan á það, við þurfum bara að klára færin og fá betri færi. Við erum enn þá að fá á okkur svolítið klaufaleg mörk og við verðum að loka því.“ „Það er mikil tími sem við fáum til að bæta margt. Við verðum bara að koma vel inn í þann leik og ekkert annað en þrjú stig sem koma til greina þar,“ sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Fótbolti Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira