Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Jakob Bjarnar skrifar 25. maí 2021 11:52 Helgi Pétursson segir freistnivanda vissulega til staðar en hann skilur þó ekki hvernig það gerðist að stjórnmálamenn sem skrifa fjármálaáætlanir árlega geri hreinlega og sjálfkrafa ráð fyrir 45 milljarða framlagi frá eldri borgurum. vísir/vilhelm/aðsend Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. Þetta kom fram í viðtali sem Bítis-menn áttu við Helga Pétursson en hann er að taka við sem formaður Félags eldri borgara. Vitnað var til nýlegrar skýrslu þeirra Stefáns Ólafsson og Stefáns Vagns Stefánssonar um kjör lífeyrisþega. Að af hverjum 50 þúsund krónum sem einhleypir lífeyrisþegar fá aukalega úr lífeyrissjóði renna aðeins 13.370 þúsund krónur til lífeyrisþegans en 36.600 þúsund krónur til ríkisins. Helgi segir þetta ekki nýja umræðu en kröftugri núna. Ný kynslóð eftirlaunafólks sé nú að koma inn í kerfið, gríðarlega fjölmenn og upplýst – menn ætla ekkert að láta bjóða sér hvað sem er, að sögn Helga. Sex þúsund milljarðar í lífeyrissjóðakerfinu „Grái herinn og Landsamband eldri borgara og félögin hafa margsinnis reynt að vekja athygli á þessari þróun. Sem er sérstaklega hættuleg lífeyrissjóðakerfinu sjálfu. Sem við hælum okkur af og er eitt öflugasta lífeyriskerfi sem um getur. Við þessi litla þjóð eigum sex þúsund milljarða inni í þessu lífeyrissjóðakerfi. Gríðarleg baktrygging. Og þarna liggur einhver freisting. Þetta eru orðnir svo gríðarlegir peningar og menn gengið á lagið. Samþykkt á Alþingi og ekki við starfsfólk tryggingastofnunar að sakast. Þetta eru stjórnmálamennirnir, klárt, sem bera ábyrgð á þessu. Þeir hafa sagt í bréfum til kjósenda að þetta séu óréttlátar skerðingar en þeir hafa ekkert farið eftir því.“ Spurður hvort það hafi verið lítt að marka þau orð og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þá Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi svikið eldri borgara segir Helgi þá vera reynslu þeirra. „Bjarni sendi frá sér þetta fræga bréf fyrir kosningarnar 2013, þar sem hann sagði að þetta er eitt það fyrsta sem við gerum; taka þetta af, enda afskaplega óréttlátt og má ekki líðast. Svo gerðist bara ekki neitt.“ Helgi segir kannski skiljanlegt að stjórnmálamenn vilji hanga á þessu sem hundar á roði. En nú sé, samkvæmt skýrslunni, komin tala á hvað um ræðir: „Þetta eru 45 milljarðar á ári sem teknir eru af þessum hópi. Af ríkinu.“ Margir eldri borgarar með tekjur undir lágmarkslaunum Verðandi formaður Félags eldri borgara segir þetta enga smá summu. „Og maður furðar sig á að þeir sem setja saman ríkisreikning og áætlanir fyrir ríkisbúskapinn skuli vera farnir að treysta á að þeir geti tekið þessa fjárhæð af fólki og haft það inni í reikningum.“ Fram hefur komið að lágtekjuvandi eldri borgara er verulegur, milli 25 til 50 prósent þess hóps nær vart endum saman og er vandinn mun meiri hjá lífeyrisþegum sem starfað hafa að mestu leyti á almennum markaði en hjá opinberum starfsmönnum. Helgi segir að laun margra slefi ekki einu sinni upp í lagmarkslaun og það sé gersamlega óboðlegt. Gangi þessar skerðingar til baka þá verði ríkið ekki af þeim fjármunum heldur skili þeir sér til ríkisins aftur með einum eða öðrum hætti, í gegnum skattkerfið. Helgi segir að eldri borgurum sé nóg boðið, um er að ræða stóran hóp og glapræði hjá stjórnmálamönnum að láta þetta reka á reiðanum, í aðdraganda kosninga. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. 23. maí 2021 13:03 Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 18. apríl 2021 09:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem Bítis-menn áttu við Helga Pétursson en hann er að taka við sem formaður Félags eldri borgara. Vitnað var til nýlegrar skýrslu þeirra Stefáns Ólafsson og Stefáns Vagns Stefánssonar um kjör lífeyrisþega. Að af hverjum 50 þúsund krónum sem einhleypir lífeyrisþegar fá aukalega úr lífeyrissjóði renna aðeins 13.370 þúsund krónur til lífeyrisþegans en 36.600 þúsund krónur til ríkisins. Helgi segir þetta ekki nýja umræðu en kröftugri núna. Ný kynslóð eftirlaunafólks sé nú að koma inn í kerfið, gríðarlega fjölmenn og upplýst – menn ætla ekkert að láta bjóða sér hvað sem er, að sögn Helga. Sex þúsund milljarðar í lífeyrissjóðakerfinu „Grái herinn og Landsamband eldri borgara og félögin hafa margsinnis reynt að vekja athygli á þessari þróun. Sem er sérstaklega hættuleg lífeyrissjóðakerfinu sjálfu. Sem við hælum okkur af og er eitt öflugasta lífeyriskerfi sem um getur. Við þessi litla þjóð eigum sex þúsund milljarða inni í þessu lífeyrissjóðakerfi. Gríðarleg baktrygging. Og þarna liggur einhver freisting. Þetta eru orðnir svo gríðarlegir peningar og menn gengið á lagið. Samþykkt á Alþingi og ekki við starfsfólk tryggingastofnunar að sakast. Þetta eru stjórnmálamennirnir, klárt, sem bera ábyrgð á þessu. Þeir hafa sagt í bréfum til kjósenda að þetta séu óréttlátar skerðingar en þeir hafa ekkert farið eftir því.“ Spurður hvort það hafi verið lítt að marka þau orð og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og þá Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi svikið eldri borgara segir Helgi þá vera reynslu þeirra. „Bjarni sendi frá sér þetta fræga bréf fyrir kosningarnar 2013, þar sem hann sagði að þetta er eitt það fyrsta sem við gerum; taka þetta af, enda afskaplega óréttlátt og má ekki líðast. Svo gerðist bara ekki neitt.“ Helgi segir kannski skiljanlegt að stjórnmálamenn vilji hanga á þessu sem hundar á roði. En nú sé, samkvæmt skýrslunni, komin tala á hvað um ræðir: „Þetta eru 45 milljarðar á ári sem teknir eru af þessum hópi. Af ríkinu.“ Margir eldri borgarar með tekjur undir lágmarkslaunum Verðandi formaður Félags eldri borgara segir þetta enga smá summu. „Og maður furðar sig á að þeir sem setja saman ríkisreikning og áætlanir fyrir ríkisbúskapinn skuli vera farnir að treysta á að þeir geti tekið þessa fjárhæð af fólki og haft það inni í reikningum.“ Fram hefur komið að lágtekjuvandi eldri borgara er verulegur, milli 25 til 50 prósent þess hóps nær vart endum saman og er vandinn mun meiri hjá lífeyrisþegum sem starfað hafa að mestu leyti á almennum markaði en hjá opinberum starfsmönnum. Helgi segir að laun margra slefi ekki einu sinni upp í lagmarkslaun og það sé gersamlega óboðlegt. Gangi þessar skerðingar til baka þá verði ríkið ekki af þeim fjármunum heldur skili þeir sér til ríkisins aftur með einum eða öðrum hætti, í gegnum skattkerfið. Helgi segir að eldri borgurum sé nóg boðið, um er að ræða stóran hóp og glapræði hjá stjórnmálamönnum að láta þetta reka á reiðanum, í aðdraganda kosninga.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. 23. maí 2021 13:03 Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 18. apríl 2021 09:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Bindur miklar vonir við Helga í formanninum Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa. 23. maí 2021 13:03
Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. 18. apríl 2021 09:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent