Skýra hvenær bera þarf grímu og hvenær ekki Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2021 21:52 Verulega var slakað á grímuskyldu þegar ný reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út frekari leiðbeiningar til að taka af tvímæli um hvernig grímuskyldu er háttað eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum í dag. Verulega var slakað á reglum um grímuskyldu þegar ný reglugerð um takmarkanir á samkomum tók gildi á miðnætti. Þannig er ekki lengur grímuskylda í verslunum og á vinnustöðum. Grímuskylda er þó enn í gildi við tilteknar aðstæður og ræðst hún af því hvort hægt sé að halda nálægðarmörk. Farið er yfir hvenær ber að nota grímu og hvenær ekki á nýrri upplýsingasíðu ráðuneytisins þar sem helstu spurningum um grímunotkun er svarað. Þar kemur meðal annars fram að tveggja metra nálægðarmörk séu í gildi á samkomum sem falla ekki undir reglu um sitjandi viðburði, öllum vinnustöðum og allri annarri starfsemi, þar á meðal verslunum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Eins metra nálægðarmörk gilda í skólastarfi, á sitjandi viðburðum, á veitingastöðum og sund- og baðstöðum. Kennarar þurfa að nota grímu í samskiptum við nemendur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðartakmörk en börn sem eru fædd árið 2005 og síðar þurfa ekki að nota grímu í grunnskólum. Í framhaldsskólum þurfa nemendur og kennarar að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda metra fjarlægð, þar á meðal í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum. Grímuskylda er áfram í almenningsamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Sömuleiðis á hárgreiðslustofum, snyrtistofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Einnig er grímuskylda á sitjandi viðburðum, þar á meðal á íþróttaviðburðum og í leikhúsum nema þegar fólk neytir drykkja eða neysluvöru og við athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga. Alls staðar þar sem ekki er gerð krafa um grímunotkun er hún enn valfrjáls. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18 Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12 Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Verulega var slakað á reglum um grímuskyldu þegar ný reglugerð um takmarkanir á samkomum tók gildi á miðnætti. Þannig er ekki lengur grímuskylda í verslunum og á vinnustöðum. Grímuskylda er þó enn í gildi við tilteknar aðstæður og ræðst hún af því hvort hægt sé að halda nálægðarmörk. Farið er yfir hvenær ber að nota grímu og hvenær ekki á nýrri upplýsingasíðu ráðuneytisins þar sem helstu spurningum um grímunotkun er svarað. Þar kemur meðal annars fram að tveggja metra nálægðarmörk séu í gildi á samkomum sem falla ekki undir reglu um sitjandi viðburði, öllum vinnustöðum og allri annarri starfsemi, þar á meðal verslunum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Eins metra nálægðarmörk gilda í skólastarfi, á sitjandi viðburðum, á veitingastöðum og sund- og baðstöðum. Kennarar þurfa að nota grímu í samskiptum við nemendur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðartakmörk en börn sem eru fædd árið 2005 og síðar þurfa ekki að nota grímu í grunnskólum. Í framhaldsskólum þurfa nemendur og kennarar að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda metra fjarlægð, þar á meðal í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum. Grímuskylda er áfram í almenningsamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Sömuleiðis á hárgreiðslustofum, snyrtistofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Einnig er grímuskylda á sitjandi viðburðum, þar á meðal á íþróttaviðburðum og í leikhúsum nema þegar fólk neytir drykkja eða neysluvöru og við athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga. Alls staðar þar sem ekki er gerð krafa um grímunotkun er hún enn valfrjáls.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18 Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12 Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18
Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01