Zuma segist saklaus af spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2021 12:57 Jacob Zuma í dómsal í morgun. EPA/PHILL MAGAKOE Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, lýsti í dag yfir saklausan af spillingu. Réttarhöld gegn honum hófust í morgun en hann hafur verið ákærður fyrir spillingu og fjársvik í sextán liðum fyrir meint brot sem spanna meira en tvo áratugi. Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar. Suður-Afríka Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hinn 79 ára gamli Zuma er meðal annars sakaður um að hafa tekið við mútum frá franska vopnaframleiðandanum Thales, í tengslum við kaup Suður-Afríku á orrustuþotum, kafbátum og annars konar vopnum af fimm evrópskum fyrirtækjum árið 1999. Þá var Zuma aðstoðarmaður Thabo Mbeki, sem var forseti. Zuma var forseti á árunum 2009 til 2018 og er hann sagður hafa tekið við fúlgum fjár frá Thales í gegnum árin. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að lögmenn Thales hafi einnig lýst yfir sakleysi fyrirtækisins, sem hefur verið ákært fyrir spillingu og fjárþvætti. Þeir sögðu fyrirtækið ekki hafa greitt Zuma mútur til að koma í veg fyrir rannsókn á áðurnefndum vopnakaupum. Zuma var fyrst ákærður árið 2005 en réttarhöldum gegn honum hefur ítrekað verið frestað síðan þá. Hann hefur haldið því fram að ásakanirnar séu runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna. BBC segir að vopnakaupin hafi verið verulega umdeild allt frá því þau voru fyrst tilkynnt. Í heildina greiddi Suður-Afríka um þrjátíu milljarða rand fyrir vopnin en það samsvarar um 260 milljörðum króna, gróflega reiknað. Gagnrýnendur sögðu réttast að verja peningunum í berjast gegn fátækt í Suður-Afríku og bentu á að ríkið stæði ekki frammi fyrir neinum ógnum sem réttlættu fjárfestingu sem þessa í herafla landsins. Réttarhöldin gegn Zuma eiga að halda áfram í sumar.
Suður-Afríka Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira