Misskilningur ríki um nýja lögreglubílinn Eiður Þór Árnason skrifar 26. maí 2021 15:38 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og nýjasta viðbótin í flotann. Samsett Ný Dodge RAM 3500 bifreið bættist í bílaflota lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum og er talið að heildarkostnaður sé í kringum 15 milljónir króna. Yfirlögregluþjónn segir brýna þörf hafa verið fyrir ökutæki sem væri með mikla dráttargetu og gæti auðveldlega flutt fjóra lögreglumenn með mikinn búnað. Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“ Lögreglan Bílar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“
Lögreglan Bílar Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira