„Í rauninni hrynur heimurinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2021 10:31 Anna Lilja og Anna Sigga hafa báðar gengið í gegnum það að missa maka. Þær eru bestu vinkonur, báðar tveggja barna mæður, eru 31 árs og búa í næstu götu frá hvor annarri. Þær hafa einnig gengið í gegnum þá sáru lífsreynslu að missa maka með nokkurra ára millibili. Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira
Þær vilja nýta sína reynslu til góðs og hjálpa syrgjendum með fræðslu og sérstökum verkfærum sem þær hafa þróað. Eva Laufey Kjaran hitti þær Önnu Lilju Marteinsdóttur og Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur á dögunum og ræddi við það í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég missi minn maka 23 ára gömul árið 2013. Hann lendir í bílslysi og það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir mig svona unga að ganga í gegnum það. Maður þurfti að læra að takast á við nýtt hlutverk,“ segir Anna Sigga. „Nú í lok maí er komið ár síðan að ég missti minn maka. Þá var ég nýorðin þrítug og við áttum tvö börn saman og í rauninni hrynur heimurinn. Það var ansi ljúfsárt að eiga bestu vinkonu sem skyldi á allt annan hátt en allir aðrir. Þó svo að við séum báðar með fullt af góðu fólki í kringum okkur þá stóðu við okkur oft af því að sitja og spjalla um hluti sem ekki margir eru að ræða yfir hádegismatnum,“ segir Anna Lilja. Getur sent villandi skilaboð „Við fengum þessi verkefni í hendurnar algjörlega óumbeðið. Maður þarf að vera sterkur í gegnum þetta, sérstaklega í mínu tilfelli er ég með tvo pjakka sem þarf að halda áfram að sinna. Það þarf ekkert alltaf að segja fólki hvað það sé sterkt því það getur líka sent villandi skilaboð að það eigi að vera sterkt á þessum tíma. Þú mátt líka bara vera alls ekki sterkur,“ segir Anna Lilja. Eftir mörg samtöl og stundir kviknaði sú hugmynd að þær gætu nýtt sína reynslu til góðs og hjálpað syrgjendum og aðstandendum þeirra. Bæði með fræðslu og sérstökum verkfæraboxum sem þær hafa þróað. „Við vorum sammála um í öllu þessu spjalli, sérstaklega fyrstu dagana og vikurnar þegar það er fullt hús og allir eru hjá manni að þegar það kemur kvöld að þú leyfir þér að vera svolítið í myrkrinu og taka út erfiðu stundina einn með sjálfum þér. Þú ert kannski ekki að upplifa þessar erfiðu stundir af því að þú ert ein, heldur leyfir þú þeim að koma þegar þú ert ein,“ segir Anna Lilja. Boxin sem þær vinkonurnar þróuðu eru í raun fjögur lítil box sem koma saman í einu stóru boxi. „Þegar viðtakandi opnar stóra boxið bíður hans lítið spjald sem hann snýr við og les í rólegheitum. Það eru í raun svona leiðbeiningar að boxinu. Þar stendur að þú eigir í rauninni ekki að opna allar gjafirnar strax, þú eigir að opna eina litla gjöf þegar þér líður annaðhvort bara illa eða einmana eða bara langar til þess að opna gjöf,“ segir Anna Sigga. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Sjá meira