Sögðu áhöfninni að lenda áður en hótunin barst Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2021 10:59 Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. EPA/TOMS KALNINS Flugumferðarstjórar í Minsk sögðu áhöfn flugvélar RyanAir að snúa flugvélinni við og lenda í borginni vegna meintrar sprengjuhótunar, áður en hótunin sjálf barst. Um hálftíma eftir að flugstjóranum var sagt að snúa flugvélinni barst tölvupóstur til nokkurra flugvalla þar sem hótað var að sprengja flugvélina í loft upp yfir Vilníus. Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þegar flugvélin var á leið frá Grikklandi til Litháens um helgina, barst flugstjóra hennar skilaboð frá flugumferðarstjórum í Minsk um að mögulega væri sprengja um borð í flugvélinni. Honum var gert að lenda í Minsk og var orrustuþota send til að fylgja flugvélinni til lendingar. Við lendingu voru blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Roman Protasevíts og kærasta hann Sofia Sapega handtekin. Sjá einnig: „Ég veit að dauðadómur bíður mín í Hvíta-Rússlandi“ Atvikið hefur vakið mikla reiði meðal ráðamanna í Evrópu, sem hafa lýst því sem flugráni og ríkisstyrktu hryðjuverki. Í frétt Spiegel segir að flugvélinni hafi verið flogið inn í lofthelgi Hvíta-Rússlands um klukkan 12:30 að staðartíma á sunnudaginn. Nánast samstundis hafi flugumferðarstjórar tilkynnt flugstjóra flugvélarinnar að þeir hefðu upplýsingar um að sprengja væri um borð og til stæði að sprengja flugvélina í loft upp yfir Litháen. Klukkan 12:47 var flugvélinni snúið til lendingnar í Minsk. Þetta kemur fram í eftirriti af samskiptum flugumferðarstjóra og flugstjórans sem birt var á vef Samgönguráðuneytis Hvíta-Rússlands. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt því fram í gær að ríkisstjórn hans hefði verið í fullum rétti. Hann sagði sprengjuhótun hafa borist frá aðilum í Sviss, sem hafi sagst vera meðlimir Hamas-samtakanna. Blaðamenn Spiegel hafa séð þann tölvupóst sem innihélt hótunina og var hann ekki sendur til flugvallarins í Minsk fyrr en 12:57. Það er um hálftíma eftir að flugumferðarstjórar í Minsk sögðu flugstjóranum að lenda þar. Blaðamenn Daily Beast hafa einnig séð póstinn. Pósturinn barst frá netfangingu ahmed_yurlanov1988@protonmail.com og í honum stóð: „Við, hermenn Hamas, krefjumst þess að Ísrael hætti að skjóta á Gasa-ströndina. Við krefjumst þess að Evrópusambandið láti af stuðningi sínum við Ísrael í þessu stríði.“ Þar segir einnig að Hamas viti að fólk sem hafi sótt viðskiptaráðstefnu í Grikklandi sé á leið til Litháens með þessari tilteknu flugvél og að sprengju hafi verið komið fyrir um borð í heni. „Verði sambandið ekki við þeirri kröfu, mun sprengjan springa yfir Vilníus þann 23. maí. “ Sjá einnig: Óásættanlegt framferði og brot á alþjóðalögum Vert er að taka fram að forsvarsmenn Hamas þvertaka fyrir að pósturinn hafi verið sendur af meðlimum en vopnahlé hafði þegar tekið gildi á Gasa á föstudeginum, tveimur dögum áður en pósturinn var sendur. Þá gera ráðmenn í Evrópu ráð fyrir því að hótunin sé uppspuni og styðja upplýsingar Spiegel það. Markmiðið hafi verið að handtaka Protasevíts. Það hefur vakið furðu að Lúkasjenka sagði hótunina hafa borist frá Sviss. Líklegast þykir að þar hafi um misskilning verið að ræða, þar sem fyrirtækið sem gerir út Protonmail er staðsett í Genf.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira