Konur verða sjálfar að ákveða sig: „Þannig er nú bara með margt í lífinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. maí 2021 12:20 Konur verða sjálfar að ákveða hvort þær þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir konur yngri en 55 ára sem þegar hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefninu frá AstraZeneca verða að ákveða það sjálfar hvort þær þiggja seinni skammtinn eða vilja fá annað bóluefni. Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundinum um stöðu kórónuveirufaraldursins í morgun. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gefa konum undir 55 ára önnur bóluefni en AstraZeneca, þar sem þær eru í meiri áhættu en aðrir að fá sjaldgæfa aukaverkun sem felur í sér hættulegan blóðsega, það er að segja blóðtappa. Þegar ákvörðunin var tekin hafði nokkur fjöldi hins vegar þegar verið bólusettur með bóluefninu frá AstraZeneca. Borið hefur á því að konur séu óvissar um hvað sé best að gera; bæði eru þær uggandi vegna mögulegra aukaverkana en einnig vegna áhyggja af því að erlend ríki muni ekki taka bólusetningarvottorð gild ef fólk hefur verið bólusett með tveimur mismunandi bóluefnum. „Leiðbeiningarnar frá okkur hafa verið alveg skýrar; að því leytinu til að fólk verður að ákveða þetta sjálft,“ svaraði Þórólfur, spurður um ráðleggingar. „Við höfum sagt að fólk getur ákveðið sjálft og það eru margir sem vilja fá AstraZeneca bóluefnið aftur. Ef fólk vill ekki fá AstraZeneca bóluefnið þá getur það fengið önnur bóluefni. Þannig að leiðbeiningarnar frá okkur geta ekki verið skýrari,“ sagði hann. „Við erum ekki að hvetja fólk til að annað hvort fá AstraZeneca bóluefnið eða hin bóluefnin. Það kann að vera að fólki finnist óþægilegt að taka ákvörðun um þetta sjálft en þannig er nú bara með margt í lífinu.“ Þórólfur vísaði til fyrri orða sinna á fundinum en hann hafði áður greint frá því að aukaverkanir væru enn fátíðari eftir seinni sprautu en þá fyrri. Hann sagðist ekki vilja ráðleggja neinum sérstaklega en ef fólk hefði ekki fyndið fyrir neinum óþægindum eða aukaverkunum eftir fyrri skammtinn þætti honum eðlilegt að fólk fengi seinni skammtinn. „En það kann vel að vera að það séu alls konar ástæður fyrir því að fólk hafi áhyggjur og þá getur það valið hin bóluefnin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira