Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2021 07:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Stöð 2/Einar Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Sigríður var gestur hjá Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum talar Sigríður meðal annars um andlegu hliðina á því að starfa í lögreglunni. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigríður Björk Guðjónsdóttir Í kringum 2010 var átak á að reyna að fá lögreglumenn í sálfræðitíma. Sjálf fór Sigríður í einn tíma til að sýna gott fordæmi þótt hún teldi sig ekki hafa neitt um að tala. Að lokum þurfti sálfræðingurinn að ýta henni út og bjóða henni að koma aftur seinna þar sem hún uppgötvaði að margt hvíldi á henni sem hún hafði ekki áttað sig á. Sigríður vill að sálfræðiaðstoð verði jafn sjálfsagður partur af lögreglustarfinu og að standast þrekprófið. Sjálfsmorðstíðni sé há í starfsstéttinni og við því þurfi að bregðast. Hún segir að það geti tekið á fjölskylduna að takast á við persónulega gagnrýni sem Sigríður fær í starfi. „Fjölskyldan er oftast brött en það er kannski einhver sem er viðkvæmari en annar. Ég er með svo dásamleg barnabörn, barnabarnið mitt er alltaf svo glöð þegar hún sér ömmu sína í sjónvarpinu hvort sem það er neikvætt eða jákvætt,“ segir Sigríður í samtali við Snæbjörn. „Maður verður að geta klætt sig úr búningnum og verið manneskja. Ef maður ætlar að vera kerfiskelling eða karl þá skynjar þú ekki samfélagið með sama hætti. Það skiptir máli að vera í öllum þessum hlutverkum. Við getum ekki alltaf ráðið okkar viðbrögðum því við erum alltaf bundin af lögunum. Það er þannig en við getum útskýrt það.“ Lögreglan Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Sigríður var gestur hjá Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum talar Sigríður meðal annars um andlegu hliðina á því að starfa í lögreglunni. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigríður Björk Guðjónsdóttir Í kringum 2010 var átak á að reyna að fá lögreglumenn í sálfræðitíma. Sjálf fór Sigríður í einn tíma til að sýna gott fordæmi þótt hún teldi sig ekki hafa neitt um að tala. Að lokum þurfti sálfræðingurinn að ýta henni út og bjóða henni að koma aftur seinna þar sem hún uppgötvaði að margt hvíldi á henni sem hún hafði ekki áttað sig á. Sigríður vill að sálfræðiaðstoð verði jafn sjálfsagður partur af lögreglustarfinu og að standast þrekprófið. Sjálfsmorðstíðni sé há í starfsstéttinni og við því þurfi að bregðast. Hún segir að það geti tekið á fjölskylduna að takast á við persónulega gagnrýni sem Sigríður fær í starfi. „Fjölskyldan er oftast brött en það er kannski einhver sem er viðkvæmari en annar. Ég er með svo dásamleg barnabörn, barnabarnið mitt er alltaf svo glöð þegar hún sér ömmu sína í sjónvarpinu hvort sem það er neikvætt eða jákvætt,“ segir Sigríður í samtali við Snæbjörn. „Maður verður að geta klætt sig úr búningnum og verið manneskja. Ef maður ætlar að vera kerfiskelling eða karl þá skynjar þú ekki samfélagið með sama hætti. Það skiptir máli að vera í öllum þessum hlutverkum. Við getum ekki alltaf ráðið okkar viðbrögðum því við erum alltaf bundin af lögunum. Það er þannig en við getum útskýrt það.“
Lögreglan Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp