Sjáðu markasúpuna á Hlíðarenda og dramatíkina á Króknum og í Keflavík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2021 15:38 Blikar fagna einu sjö marka sinna á Hlíðarenda í gær. vísir/elín björg Sextán mörk voru skoruð í leikjunum fjórum í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Tíu af mörkunum sextán komu í stórleik Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda. Þar unnu Íslandsmeistarar Blika ótrúlegan sigur. Valskonur komust yfir á 6. mínútu en Blikar skoruðu næstu sjö mörk leiksins. Heimakonur skoruðu svo síðustu tvö mörk leiksins. Tiffany McCarty skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik og þær Kristín Dís Árnadóttir, Taylor Ziemer, Agla María Albertsdóttir og Karitas Tómasdóttir sitt markið hvor. Þá gerði Mary Alice Vignola sjálfsmark. Sigríður Lára Garðarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen skoruðu fyrir Val. Klippa: Valur 3-7 Breiðablik Sandra Nabweteme var hetja Þórs/KA gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Hún kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og tveimur mínútum síðar jafnaði hún fyrir Akureyringa. Sandra skoraði svo sigurmark liðsins þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Murielle Tiernan skoraði mark Tindastóls en það var hennar fyrsta á tímabilinu. Tindastóll er með fjögur stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Þór/KA sem er í 6. sætinu. Stólarnir eiga þó leik til góða. Mikil dramatík var einnig í leik Keflavíkur og ÍBV suður með sjó. Delaney Pridham kom Eyjakonum yfir á 17. mínútu með sínu fimmta marki í sumar en Aeriel Chavarin jafnaði á 36. mínútu. Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Antoinette Williams sigurmark ÍBV sem er í 5. sæti deildarinnar. Keflavík er í níunda og næstneðsta sætinu. Klippa: Tindastóll 1-2 og Þór/KA og Keflavík 1-2 ÍBV Þá tapaði Selfoss sínum fyrstu stigum á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli. Selfyssingar voru manni færri frá 37. mínútu þegar markvörðurinn Guðný Geirsdóttir fékk rautt spjald. Þrátt fyrir jafnteflið í gær er Selfoss enn á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Breiðabliki og þremur stigum á undan Val. Fylkir er hins vegar enn á botni deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valskonur komust yfir á 6. mínútu en Blikar skoruðu næstu sjö mörk leiksins. Heimakonur skoruðu svo síðustu tvö mörk leiksins. Tiffany McCarty skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik og þær Kristín Dís Árnadóttir, Taylor Ziemer, Agla María Albertsdóttir og Karitas Tómasdóttir sitt markið hvor. Þá gerði Mary Alice Vignola sjálfsmark. Sigríður Lára Garðarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen skoruðu fyrir Val. Klippa: Valur 3-7 Breiðablik Sandra Nabweteme var hetja Þórs/KA gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Hún kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og tveimur mínútum síðar jafnaði hún fyrir Akureyringa. Sandra skoraði svo sigurmark liðsins þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Murielle Tiernan skoraði mark Tindastóls en það var hennar fyrsta á tímabilinu. Tindastóll er með fjögur stig í 7. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Þór/KA sem er í 6. sætinu. Stólarnir eiga þó leik til góða. Mikil dramatík var einnig í leik Keflavíkur og ÍBV suður með sjó. Delaney Pridham kom Eyjakonum yfir á 17. mínútu með sínu fimmta marki í sumar en Aeriel Chavarin jafnaði á 36. mínútu. Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Antoinette Williams sigurmark ÍBV sem er í 5. sæti deildarinnar. Keflavík er í níunda og næstneðsta sætinu. Klippa: Tindastóll 1-2 og Þór/KA og Keflavík 1-2 ÍBV Þá tapaði Selfoss sínum fyrstu stigum á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Fylki á heimavelli. Selfyssingar voru manni færri frá 37. mínútu þegar markvörðurinn Guðný Geirsdóttir fékk rautt spjald. Þrátt fyrir jafnteflið í gær er Selfoss enn á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Breiðabliki og þremur stigum á undan Val. Fylkir er hins vegar enn á botni deildarinnar. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira