Vogafjós í miklum vandræðum með að fá starfsfólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2021 13:09 Vogafjós er mjög vinsæll staður hjá ferðamönnum til að heimsækja. Nú vantar þar tíu starfsmenn en ekkert gengur að ráða starfsfólk þannig að sumarið verði fullmannað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigandi Vogafjóss í Mývatnssveit segir það sæta mikilli undrun að ekki sé hægt að fá fólk til að vinna í ferðaþjónustu nú þegar ferðamenn streymi til landsins. Hún segir að fólk á lista frá Vinnumálastofnun neiti ítrekað eða svari ekki þegar því er boðin vinna Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það er smátt og smátt að lifna yfir ferðaþjónustunni og eru menn bjartsýnir fyrir sumarið enda alltaf fleiri og fleiri ferðamenn að koma til landsins. Það er þó eitt vandamál, það gengur ekkert að ráða starfsfólk til ferðaþjónustunnar. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, sem rekur þar veitinga og gistihús þekkir það. „Við erum búin að marg auglýsa á vef Vinnumálastofnunar, fá send nöfn og hafa samband við fólk en fólk svarar manni ekki, það er eiginlega það sem er að plaga mann,“ segir Ólöf. Ólöf segist heyra það mikið innan úr ferðaþjónustunni að það gangi lítið sem ekkert að ráða fólk fyrir sumarið. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Vogafjósi í Mývantssveit, sem reynir að vera bjartsýn og brosandi en ástandið sé engu að síður mjög erfitt hvað varðar ráðningu á starfsfólki fyrir sumarið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það hlítur að vera eitthvað að kerfinu hjá okkur fyrst það er ekki orðin hvati til þess að vinna. Þetta fólk vill bara hanga á bótum, ég er ekki að ná þessu. Atvinnuleysisbætur eru náttúrulega neyðarbrauð og þegar fólki er boðin vinna þá er það bara í mínum huga að maður tekur vinnunni, ég er bara alin þannig upp en kannski er það bara gamal dags.“ Ólöf segir að það séu bæði Íslendingar og útlendingar, sem neiti vinnu. „Og svo heyrir maður náttúrulega líka að það eru sumir búnir að útvega sér vottorð og ætla bara heim og vera í sumarfríi í þrjá mánuði á bótum frá Íslandi." Ólöf segist núna vera að leita að tíu starfsmönnum og hún viti hreinlega ekki hvað hún geri nái hún ekki að manna stöðurnar í sínu fyrirtæki. „Þetta er eiginlega val um það núna að vinna eins og brjálæðingur sjálf eða loka sjoppunni.“ Í Vogafjósi eru 16 kýr, sem gestir geta fylgst með og skoðað í gegnum glugga á veitingastað staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skútustaðahreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira