Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 10:24 Nýja afbrigðið sem hefur greinst í Víetnam er sagt nokkurs konar blanda af því breska og indverska. AP/Hau Dinh Nýtt afbrigði kórónuveirunnar greindist í Víetnam sem er talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta staðfesti heilbrigðisráðherra landsins á laugardag eftir að nokkrir nýsmitaðir reyndust vera með afbrigðið. Frá þessu er greint á vef AP þar sem segir að hið nýja afbrigði sé nokkurs konar blanda af því indverska og breska sem hafa náð að dreifa sér til fleiri landa. Breska afbrigðið olli miklum usla í Evrópu undir lok síðasta árs en nýverið hefur það indverska verið að greinast í auknum mæli. Heilbrigðisráðherrann Nguyen Thanh Long segir nýja afbrigðið mögulega ástæðuna fyrir fjölgun smita, en það hefur nú greinst í þrjátíu sveitarfélögum og héruðum í landinu. Ekki er þó vitað til þess að það hafi greinst í öðrum löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skrásett fjögur afbrigði veirunnar á heimsvísu sem áhyggjuefni; það breska, indverska, suðurafríska og brasilíska. Bólusetningar eru hafnar í Víetnam, en þó ekki jafn langt á veg komnar og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.AP/Aaron Favila Baráttan við kórónuveiruna í Víetnam hefur gengið vel hingað til samanborið við aðrar þjóðir. Í byrjun maí höfðu aðeins 3.100 greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og 35 dauðsföll verið skrásett, en hátt í hundrað milljónir eru búsettar í landinu. Undanfarnar vikur hefur þó smitum fjölgað umtalsvert þar sem 3.500 hafa greinst með veiruna og tólf hafa látist. Í ljósi stöðunnar hefur verið lagt bann við trúarsamkomum í Víetnam og í stórborgum hafa yfirvöld sett á samkomubann með tilheyrandi lokunum og fjöldatakmörkunum. Bólusetningar eru hafnar í landinu með bóluefni AstraZeneca og ein milljón verið bólusett. Yfirvöld tryggðu í síðustu viku 30 milljónir skammta frá framleiðandanum Pfizer og er von á þeim á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víetnam Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Frá þessu er greint á vef AP þar sem segir að hið nýja afbrigði sé nokkurs konar blanda af því indverska og breska sem hafa náð að dreifa sér til fleiri landa. Breska afbrigðið olli miklum usla í Evrópu undir lok síðasta árs en nýverið hefur það indverska verið að greinast í auknum mæli. Heilbrigðisráðherrann Nguyen Thanh Long segir nýja afbrigðið mögulega ástæðuna fyrir fjölgun smita, en það hefur nú greinst í þrjátíu sveitarfélögum og héruðum í landinu. Ekki er þó vitað til þess að það hafi greinst í öðrum löndum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skrásett fjögur afbrigði veirunnar á heimsvísu sem áhyggjuefni; það breska, indverska, suðurafríska og brasilíska. Bólusetningar eru hafnar í Víetnam, en þó ekki jafn langt á veg komnar og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.AP/Aaron Favila Baráttan við kórónuveiruna í Víetnam hefur gengið vel hingað til samanborið við aðrar þjóðir. Í byrjun maí höfðu aðeins 3.100 greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og 35 dauðsföll verið skrásett, en hátt í hundrað milljónir eru búsettar í landinu. Undanfarnar vikur hefur þó smitum fjölgað umtalsvert þar sem 3.500 hafa greinst með veiruna og tólf hafa látist. Í ljósi stöðunnar hefur verið lagt bann við trúarsamkomum í Víetnam og í stórborgum hafa yfirvöld sett á samkomubann með tilheyrandi lokunum og fjöldatakmörkunum. Bólusetningar eru hafnar í landinu með bóluefni AstraZeneca og ein milljón verið bólusett. Yfirvöld tryggðu í síðustu viku 30 milljónir skammta frá framleiðandanum Pfizer og er von á þeim á þriðja og fjórða ársfjórðungi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víetnam Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira