Datt um stöngina fyrir framan marklínuna en allt endaði vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2021 09:31 Haley Adams varð í öðru sæti eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Instagram/@haleyadamssss Silfurmaður síðustu heimsleika í CrossFit, Samuel Kwant, er úr leik í ár eftir keppni helgarinnar. Það gekk líka mikið á þegar Haley Adams og Brooke Wells háðu mikla baráttu um annað sætið á MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótinu en þar var keppt um sæti inn á heimsleikana. Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Undanúrslit heimsleikanna í CrossFit hófust um helgina og nú er fólk farið að tryggja sér farseðla til Madison þar sem úrslitin fara um mánaðamótin júlí og ágúst. MidAtlanticCrossFit Challenge undanúrslitamótið fór þannig fram í Knoxville í Tennessee fylki í Bandaríkjunum. Fimm sæti voru í boði í öllum flokkunum. Haley Adams og Brooke Wells og voru hnífjafnar á lokasprettinum í næstsíðustu greininni í kvennaflokki sem bar nafnið Triwizard Cup. Þær voru að koma í mark á sama tíma en kappið fór með hina ungu Haley Adams sem datt um stöngina eftir síðustu lyftu sína og fékk á endanum á sig refsingu. Brooke Wells fékk því annað sætið í greininni en Haley lét það ekki slá sig út af laginu. Hér fyrir neðan má sjá klaufaganginn í Haley. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Haley bætti fyrir þetat með því að ná öðru sætinu af Wells með góðri lokaæfingu en báðar eru þær komnar inn á heimsleikana í haust. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey var með talsverða yfirburði í kvennaflokki og vann öruggan sigur en auk Haley og Brooke þá eru þær Amanda Barnhart, æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, og Jessica Griffith einnig komnar með farseðilinn. Karlameginn þá tryggðu þeir Jayson Hopper, Scott Panchik, Justin Medeiros, Travis Mayer og Zach Watts sér þátttökurétt á heimsleikunum. Samuel Kwant, silfurmaður frá síðustu heimsleikum og æfingafélagi Katrínar Tönju, náði hins vegar aðeins fjórtánda sæti og verður því ekki með á leikunum í ár. Fimm efstu komust beint á leikina og næstu þrír á eftir fá annað tækifæri á síðasta undanúrslitamótinu. Íslenska CrossFit fólkið keppir á sínu undanúrslitamóti í gegnum netið og fara þau fram í júní. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira