Bilun í lyfjagátt setur starfsemi apóteka í uppnám Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. maí 2021 15:49 Erfiðlega hefur gengið að afgreiða lyf í dag sökum bilunarinnar. Vísir/Egill Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag. „Þetta er bara ástand, í rauninni. Heklugáttin liggur niðri, sem er ský fyrir okkur til að sækja lyfseðla,“ segir Anna Sólmundsdóttir, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, í samtali við fréttastofu. Hún segir vandamálið ekki liggja hjá apótekum landsins, heldur í umræddri Heklugátt sem nú liggur niðri. Anna kveðst ekkert geta fullyrt um hver ástæðan sé, en fyrirspurn hefur verið send á Landlæknisembættið í þeirri von um að stöðunni verði kippt í lag sem fyrst. Kerfið hafi nánast verið óvirkt frá því klukkan ellefu í dag. „Það eru margir viðskiptavinir sem hafa þurft að fara til baka í dag og við hringjum þá kannski í þá þegar þetta er komið í lag. Einstaka lyfseðlar hafa komist í gegn en það tekur mjög langan tíma,“ segir Anna og kveðst gera ráð fyrir miklu álagi þegar kerfið verður aftur komið á fulla virkni. Hún segir svipaðar bilanir hafa komið upp áður, það gerist öðru hvoru, en þær endist að jafnaði ekki jafn lengi og sú sem valdið hefur usla í apótekum landsins í dag. „Því miður þá virðist þetta gerast öðru hvoru, nokkrum sinnum í mánuði. Oft eru þetta bara einhverjar hálftíma bilanir sem eru hvimleiðar, en endast ekki allan daginn,“ segir Anna, sem segir um eina lengstu bilunina að ræða. „Það er samt of algengt að þetta sé að frjósa, eða það komi upp bilanir í kerfinu,“ segir hún. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
„Þetta er bara ástand, í rauninni. Heklugáttin liggur niðri, sem er ský fyrir okkur til að sækja lyfseðla,“ segir Anna Sólmundsdóttir, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, í samtali við fréttastofu. Hún segir vandamálið ekki liggja hjá apótekum landsins, heldur í umræddri Heklugátt sem nú liggur niðri. Anna kveðst ekkert geta fullyrt um hver ástæðan sé, en fyrirspurn hefur verið send á Landlæknisembættið í þeirri von um að stöðunni verði kippt í lag sem fyrst. Kerfið hafi nánast verið óvirkt frá því klukkan ellefu í dag. „Það eru margir viðskiptavinir sem hafa þurft að fara til baka í dag og við hringjum þá kannski í þá þegar þetta er komið í lag. Einstaka lyfseðlar hafa komist í gegn en það tekur mjög langan tíma,“ segir Anna og kveðst gera ráð fyrir miklu álagi þegar kerfið verður aftur komið á fulla virkni. Hún segir svipaðar bilanir hafa komið upp áður, það gerist öðru hvoru, en þær endist að jafnaði ekki jafn lengi og sú sem valdið hefur usla í apótekum landsins í dag. „Því miður þá virðist þetta gerast öðru hvoru, nokkrum sinnum í mánuði. Oft eru þetta bara einhverjar hálftíma bilanir sem eru hvimleiðar, en endast ekki allan daginn,“ segir Anna, sem segir um eina lengstu bilunina að ræða. „Það er samt of algengt að þetta sé að frjósa, eða það komi upp bilanir í kerfinu,“ segir hún.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira