Nægileg úrkoma hefur fallið síðastliðna daga að þeirra mati og hefur sú úrkoma verið nægileg til þess að aflétta þessum viðbragðsstigum. Þetta segir í tilkynningu frá Almannavörnum.
Almenningur er þó hvattur til að fara áfram varlega með opinn eld á gróðursælum stöðum.
Viðbragðsstig hafa verið í gildi í um mánuð vegna mikilla þurrka á landinu. Fjöldi gróðurelda hafa kviknað á undanförnum vikum vegna úrkomuleysis.