Óskar Smári: Markmaðurinn okkar spilaði sárþjáð Andri Már Eggertsson skrifar 31. maí 2021 21:40 Óskar Smári var nokkuð brattur með seinni hálfleik Tindastóls Vísir/Sigurjón Tindastóll er dottið úr Mjólkurbikarnum eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Breiðabliki. Þær lentu tveimur mörkum undir en náðu að minnka muninn í 2-1 en nær komust þær ekki og eru úr leik.Óskar Smári Haraldsson þjálfari Tindastóls var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. „Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum. Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
„Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum.
Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira