Ætla að skima alla íbúa fjölmennustu borgar Víetnam Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 22:01 Miðað við höfðatölu er Víetnam enn með mjög lágan fjölda tilfella. EPA/LUONG THAI LINH Yfirvöld í Víetnam ætla að skima alla níu milljónir íbúa stærstu borgar landsins eftir að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem talið er smitast auðveldar manna á milli, fannst þar. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Víetnam að verið sé að skipuleggja að skima um hundrað þúsund manns á dag í borginni Ho Chi Minh. Þannig eigi að skima alla níu milljónir íbúa. Íbúum verður einungis leyft að yfirgefa heimili sín vegna nauðsynja og tíu manna samkomubann hefur verið sett á næstu tvær vikurnar. Miðað við höfðatölu er Víetnam þó enn með mjög lágan fjölda tilfella. Frá lokum aprílmánaðar hafa rúmlega fjögur þúsund manns greinst smituð ,sem er nærri því tvöfalt fleiri en höfðu áður greinst frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt AP. Minnst 47 hafa dáið. Samkvæmt frétt ríkismiðilsins Vietnam News tengjast margir hinna smituðu í Ho Chi Minh kirkju í borginni. Forsvarsmenn hennar hafa verið ákærðir fyrir óviðunandi sóttvarnir. Hér má sjá myndefni Vietnam News frá Ho Chi Minh. Heilbrigðisráðherra Víetnams sagði um helgina nýja afbrigðið blöndu af því indverska og því breska. Sjá einnig: Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að ný afbrigði nýju kórónuveirunnar verði hér eftir gefin nöfn eftir grískum bókstöfum. Miðað við þetta nýja kerfi ætti afbrigðið í Víetnam að fá nafnið Lambda. Einungis milljón Víetnama, af um 96 milljónum, hafa fengið bóluefni. Ríkisstjórn landsins hefur gert samkomulag við Pfizer um 30 milljónir skammta en þeir verða væntanlega ekki afhentir fyrr en á seinni hluta ársins. Nguyen Xuan Phuc, forseti, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, bréf á sunnudaginn, þar sem hann lagði til samstarf ríkjanna varðandi framleiðslu bóluefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Víetnam að verið sé að skipuleggja að skima um hundrað þúsund manns á dag í borginni Ho Chi Minh. Þannig eigi að skima alla níu milljónir íbúa. Íbúum verður einungis leyft að yfirgefa heimili sín vegna nauðsynja og tíu manna samkomubann hefur verið sett á næstu tvær vikurnar. Miðað við höfðatölu er Víetnam þó enn með mjög lágan fjölda tilfella. Frá lokum aprílmánaðar hafa rúmlega fjögur þúsund manns greinst smituð ,sem er nærri því tvöfalt fleiri en höfðu áður greinst frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt AP. Minnst 47 hafa dáið. Samkvæmt frétt ríkismiðilsins Vietnam News tengjast margir hinna smituðu í Ho Chi Minh kirkju í borginni. Forsvarsmenn hennar hafa verið ákærðir fyrir óviðunandi sóttvarnir. Hér má sjá myndefni Vietnam News frá Ho Chi Minh. Heilbrigðisráðherra Víetnams sagði um helgina nýja afbrigðið blöndu af því indverska og því breska. Sjá einnig: Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að ný afbrigði nýju kórónuveirunnar verði hér eftir gefin nöfn eftir grískum bókstöfum. Miðað við þetta nýja kerfi ætti afbrigðið í Víetnam að fá nafnið Lambda. Einungis milljón Víetnama, af um 96 milljónum, hafa fengið bóluefni. Ríkisstjórn landsins hefur gert samkomulag við Pfizer um 30 milljónir skammta en þeir verða væntanlega ekki afhentir fyrr en á seinni hluta ársins. Nguyen Xuan Phuc, forseti, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, bréf á sunnudaginn, þar sem hann lagði til samstarf ríkjanna varðandi framleiðslu bóluefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Sjá meira