Ásmundur segir atvinnuleysisbætur ekki vera framfærslustyrk Árni Sæberg skrifar 1. júní 2021 15:41 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason minnir á tilkynningarskyldu atvinnurekenda um óréttmætar hafnanir starfstilboða. Hann segir einnig mikilvægt að tilkynnt sé um grun um að atvinnuleysisbótaþegar dveljist varanlega erlendis. Mikil umræða hefur verið í samfélaginu undanfarið um atvinnuleysi en atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að geta ekki ráðið fólk í störf. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða stöðu mála á atvinnumarkaði. Um 20.000 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og því skýtur skökku við að atvinnurekendur segist ekki fá fólk til starfa. Því hefur verið haldið fram að atvinnuleysisbætur séu of háar en félagsmálaráðherra segist ekki viss um að það sé raunin. Ásmundur segir miklar umræður hafa myndast um það á Alþingi hvort lengja ætti atvinnuleysisbótatímabil. Hart var gengið á hann um það af hverju hann vildi ekki lengja tímabilið. Hann telur vænlegra til vinnings að skapa störf frekar en að hafa fólk lengur á atvinnuleysisbótum. Hann segir átakið Hefjum störf rétta leið til að fækka fólki á atvinnuleysisskrá. Félagsmálaráðherra þurfti að svara fyrir af hverju hann vildi ekki lengja atvinnuleysisbótatímabiliðStöð 2/Sigurjón Hefjum störf bæti eftirlit með atvinnuleysisbótaþegum Megintilgangur átaksins er að koma fólki í störf enda eigi atvinnuleysisbætur einungis að vera neyðarúrræði en ekki framfærslustyrkur. Ásmundur segir þó að átakið gegni einnig því hlutverki að auðvelda Vinnumálastofnun að upplýsa hvort fólk hafni störfum án réttmætrar ástæðu. Vinnumálastofnun hvetur atvinnurekendur eindregið að tilkynna fólk sem neitar starfstilboðum gagngert til að halda atvinnuleysisbótum. Ásmundur nefnir einnig að atvinnurekendur skuli tilkynna ef fólk á atvinnuleysisskrá lætur ekki ná í sig símleiðis eða ef grunur liggur um að það sé farið af landi brott. Þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur er skylt að vera hér á landi nema sótt hafi verið um sérstakt leyfi til atvinnuleitar erlendis. Ásmundur segir um helming þeirra sem yfirgefa landið með slíku leyfi ekki snúa aftur. Atvinnuleitandi má einungis hafna einu starfstilboði Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa og Ásmundur segir fleiri slík mál vera í pípunum hjá stofnuninni. Atvinnuleitandi má hafna starfi einu sinni en eftir það eru bætur felldar niður, fyrst í tvo mánuði, næst í þrjá mánuði og loks varanlega. Þá er einnig í boði að taka þátt í ýmsum virkniúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar til að koma í veg fyrir brottfall bóta. Spurður um misnotkun eigenda félaga í eigin rekstri á atvinnuleysisbótum, segir Ásmundur Vinnumálastofnun ekki hafa haft tök á því að sinna almennu eftirliti með eigendum fyrirtækja sem þegið hafa bætur þrátt fyrir meiri tekjur en gefnar hafa verið upp. Of mikið hafi verið að gera hjá stofnuninni enda hafi henni aldrei borist fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur og hún hafi aldrei greitt jafnmörgum út bætur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Vilhelm Hann segir Vinnumálastofnun hafa fengið allt það fjármagn sem hún hefur kallað eftir undanfarið og því sé ástæða lítils eftirlits ekki mannekla. Eftirlitið sé einfaldlega aftar í forgangsröðun en afgreiðsla umsókna og átakið Hefjum störf. Að lokum nefnir Ásmundur að fólki á atvinnuleysisskrá fari fækkandi og að hann sé viss um að sú þróun haldi áfram þegar líði á átakið Hefjum störf. Enn eigi eftir að ráða um 5.500 manns í störf auk þess að hann telji átakið verða til þess að tilkynningum til Vinnumálastofnunar um fólk sem hafnar störfum án skýringa fjölgi. Vinnumarkaður Félagsmál Bítið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu undanfarið um atvinnuleysi en atvinnurekendur hafa kvartað yfir því að geta ekki ráðið fólk í störf. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða stöðu mála á atvinnumarkaði. Um 20.000 manns eru á atvinnuleysisskrá um þessar mundir og því skýtur skökku við að atvinnurekendur segist ekki fá fólk til starfa. Því hefur verið haldið fram að atvinnuleysisbætur séu of háar en félagsmálaráðherra segist ekki viss um að það sé raunin. Ásmundur segir miklar umræður hafa myndast um það á Alþingi hvort lengja ætti atvinnuleysisbótatímabil. Hart var gengið á hann um það af hverju hann vildi ekki lengja tímabilið. Hann telur vænlegra til vinnings að skapa störf frekar en að hafa fólk lengur á atvinnuleysisbótum. Hann segir átakið Hefjum störf rétta leið til að fækka fólki á atvinnuleysisskrá. Félagsmálaráðherra þurfti að svara fyrir af hverju hann vildi ekki lengja atvinnuleysisbótatímabiliðStöð 2/Sigurjón Hefjum störf bæti eftirlit með atvinnuleysisbótaþegum Megintilgangur átaksins er að koma fólki í störf enda eigi atvinnuleysisbætur einungis að vera neyðarúrræði en ekki framfærslustyrkur. Ásmundur segir þó að átakið gegni einnig því hlutverki að auðvelda Vinnumálastofnun að upplýsa hvort fólk hafni störfum án réttmætrar ástæðu. Vinnumálastofnun hvetur atvinnurekendur eindregið að tilkynna fólk sem neitar starfstilboðum gagngert til að halda atvinnuleysisbótum. Ásmundur nefnir einnig að atvinnurekendur skuli tilkynna ef fólk á atvinnuleysisskrá lætur ekki ná í sig símleiðis eða ef grunur liggur um að það sé farið af landi brott. Þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur er skylt að vera hér á landi nema sótt hafi verið um sérstakt leyfi til atvinnuleitar erlendis. Ásmundur segir um helming þeirra sem yfirgefa landið með slíku leyfi ekki snúa aftur. Atvinnuleitandi má einungis hafna einu starfstilboði Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa og Ásmundur segir fleiri slík mál vera í pípunum hjá stofnuninni. Atvinnuleitandi má hafna starfi einu sinni en eftir það eru bætur felldar niður, fyrst í tvo mánuði, næst í þrjá mánuði og loks varanlega. Þá er einnig í boði að taka þátt í ýmsum virkniúrræðum á vegum Vinnumálastofnunar til að koma í veg fyrir brottfall bóta. Spurður um misnotkun eigenda félaga í eigin rekstri á atvinnuleysisbótum, segir Ásmundur Vinnumálastofnun ekki hafa haft tök á því að sinna almennu eftirliti með eigendum fyrirtækja sem þegið hafa bætur þrátt fyrir meiri tekjur en gefnar hafa verið upp. Of mikið hafi verið að gera hjá stofnuninni enda hafi henni aldrei borist fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur og hún hafi aldrei greitt jafnmörgum út bætur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Vilhelm Hann segir Vinnumálastofnun hafa fengið allt það fjármagn sem hún hefur kallað eftir undanfarið og því sé ástæða lítils eftirlits ekki mannekla. Eftirlitið sé einfaldlega aftar í forgangsröðun en afgreiðsla umsókna og átakið Hefjum störf. Að lokum nefnir Ásmundur að fólki á atvinnuleysisskrá fari fækkandi og að hann sé viss um að sú þróun haldi áfram þegar líði á átakið Hefjum störf. Enn eigi eftir að ráða um 5.500 manns í störf auk þess að hann telji átakið verða til þess að tilkynningum til Vinnumálastofnunar um fólk sem hafnar störfum án skýringa fjölgi.
Vinnumarkaður Félagsmál Bítið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira