Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 14:00 Ægir Þór Steinarsson var ánægður með sigurinn í Þorlákshöfn í gærkvöldi. S2 Sport Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins. „Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira