Aðrar gerist aðalnúmerið þegar þær geti ekki treyst á Söru Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2021 15:15 Sveindís Jane Jónsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir urðu Íslandsmeistarar með Breiðabliki í fyrra, undir stjórn Þorsteins. Hér fagna þær marki Karólínu í vináttulandsleik gegn Ítalíu 13. apríl. Þær eru allar í hópnum sem mætir Írum. Getty/Matteo Ciambelli Rúmt ár er í að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta pakki í töskur og haldi á Evrópumótið í Englandi. Fram að því er í nógu að snúast í nýrri undankeppni HM sem hefst með stórleik við Evrópumeistara Hollands í september. Íslenska liðið heldur áfram undirbúningi sínum fyrir þessi stóru verkefni með vináttulandsleikjum við Írland á Laugardalsvelli 11. og 15. júní. Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag hvaða leikmenn yrðu með í þeim leikjum en um er að ræða fyrstu heimaleikina hans sem landsliðsþjálfara, eftir að hann stýrði Íslandi í fyrsta sinn í tveimur vináttulandsleikjum við Ítalíu í apríl. Sara Björk Gunnarsdóttir er barnshafandi og Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir eru ekki með vegna meiðsla en að öðru leyti kveðst Þorsteinn hafa getað valið sinn sterkasta hóp. Í fyrsta sinn frá árinu 2019 munu áhorfendur geta keypt sér miða og mætt á Laugardalsvöll, í alls 1.800 sæti, og Þorsteinn fagnar því: „Það er frábært að fá áhorfendur á völlinn og tilbreyting í ástandinu sem er búið að vera. Vonandi mæta sem flestir og ég hvet fólk til þess því að það fær ekki að sjá íslenska kvennalandsliðið aftur fyrr en í fyrsta lagi í september. Það er því um að gera fyrir fólk að mæta á völlinn, og gaman fyrir leikmenn að hafa loksins áhorfendur aftur á vellinum,“ segir Þorsteinn. Viðtal við hann af Laugardalsvelli í dag má sjá hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um landsliðið sem mætir Írum Leikirnir við Íra eru forsmekkur að „sælunni“ áður en Hollendingar koma í september en á þeim stórleik verður vonandi hægt að fylla völlinn: „Þá fáum við náttúrulega verðugt verkefni og við stefnum á að nýta þessa viku sem við höfum núna vel. Þetta eru þeir leikir sem við höfum fram að leiknum við Hollendinga og við þurfum að nýta þá vel,“ segir Þorsteinn en þó gæti svo farið að Ísland fái vináttulandsleik rétt fyrir leikinn við Holland. Vill sjá hvar Auður og Kristín standa Tveir nýliðar eru í hópnum sem Þorsteinn valdi í dag; Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður ÍBV, og Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks. „Ég sagði það í upphafi að ég myndi skoða markmenn. Síðastliðin sex eða sjö ár hefur markmannsstaðan verið eignuð þremur leikmönnum en nú er Sonný [Lára Þráinsdóttir] hætt og við þurfum líka að vera klár fyrir breytingar. Auður er hluti af því að skoða og gefa tækifæri, til að sjá hvernig hún stendur gagnvart öðrum markvörðum og hvernig hún fúnkerar í landsliðsumhverfinu. Hið sama á við um Kristínu Dís. Hún hefur verið að spila vel undanfarið með Breiðabliki og á skilið að taka þátt í þessu, til að sjá hvar hún stendur og hvort hún sé komin eins langt og við vonumst til,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag.vísir/Sigurjón Búin undir það að spila án Söru Þorsteinn hefur ekki enn fengið tækifæri til að stýra fyrirliðanum Söru Björk í landsleik og mun ekki gera það á næstunni. Sara á von á sínu fyrsta barni í nóvember. Hvaða áhrif hefur það á landsliðið að vera án síns besta leikmanns? „Auðvitað hefur þetta einhver áhrif hjá okkur til að byrja með. Heilt yfir teljum við okkur búin undir það að takast á við þetta, og að við séum með leikmenn til að takast á við það að missa Söru í einhvern tíma. Vonandi gengur allt vel hjá henni og ef hlutirnir fara eins og við vonumst eftir þá er ekkert það langt í hana. En við förum inn í þessa leiki núna og undankeppnina í haust án hennar. Þetta er hluti af lífinu, íþróttakonur verða ófrískar eins og aðrar konur, og við tökumst bara á við þetta með jákvæðum huga. Við vonumst til að leikmenn stígi upp til að verða aðalnúmerið þegar þeir geta ekki treyst á hana,“ segir Þorsteinn. Sif er á réttri leið Eldri og reynslumiklar landsliðskonur á borð við Hólmfríði Magnúsdóttur, Sif Atladóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur eru ekki í hópnum hjá Þorsteini. Eru þær nálægt því að komast í hópinn? Horfir Þorsteinn til framtíðar með því að velja þær ekki núna? „Ég vel það lið sem ég tel best í dag. Ég er ekki endilega að horfa í það hve gamlir leikmenn eru, þó að maður þurfi líka að hugsa aðeins „hvað ef?“ Þessir leikmenn eru í sjálfu sér inni í myndinni en Hólmfríður var það nú ekki fyrir nokkrum vikum þegar hún byrjaði svo aftur í fótbolta. Þá er spurning hvort maður eigi að treysta á leikmann sem maður veit ekki hvort hættir í haust. Sif er öll að komast í gang (eftir að hafa fætt sitt annað barn í september) og er á réttri leið, búin að byrja þrjá leiki í röð með Kristianstad. Þeirra er að halda áfram að spila vel og gera manni erfitt fyrir að velja þær ekki,“ segir Þorsteinn en Hólmfríður hefur byrjað tímabilið vel með toppliði Selfoss í Pepsi Max-deildinni og Guðbjörg er byrjuð að spila með Arna Björnar sem farið hefur illa af stað í norsku úrvalsdeildinni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Íslenska liðið heldur áfram undirbúningi sínum fyrir þessi stóru verkefni með vináttulandsleikjum við Írland á Laugardalsvelli 11. og 15. júní. Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag hvaða leikmenn yrðu með í þeim leikjum en um er að ræða fyrstu heimaleikina hans sem landsliðsþjálfara, eftir að hann stýrði Íslandi í fyrsta sinn í tveimur vináttulandsleikjum við Ítalíu í apríl. Sara Björk Gunnarsdóttir er barnshafandi og Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir eru ekki með vegna meiðsla en að öðru leyti kveðst Þorsteinn hafa getað valið sinn sterkasta hóp. Í fyrsta sinn frá árinu 2019 munu áhorfendur geta keypt sér miða og mætt á Laugardalsvöll, í alls 1.800 sæti, og Þorsteinn fagnar því: „Það er frábært að fá áhorfendur á völlinn og tilbreyting í ástandinu sem er búið að vera. Vonandi mæta sem flestir og ég hvet fólk til þess því að það fær ekki að sjá íslenska kvennalandsliðið aftur fyrr en í fyrsta lagi í september. Það er því um að gera fyrir fólk að mæta á völlinn, og gaman fyrir leikmenn að hafa loksins áhorfendur aftur á vellinum,“ segir Þorsteinn. Viðtal við hann af Laugardalsvelli í dag má sjá hér að neðan. Klippa: Þorsteinn um landsliðið sem mætir Írum Leikirnir við Íra eru forsmekkur að „sælunni“ áður en Hollendingar koma í september en á þeim stórleik verður vonandi hægt að fylla völlinn: „Þá fáum við náttúrulega verðugt verkefni og við stefnum á að nýta þessa viku sem við höfum núna vel. Þetta eru þeir leikir sem við höfum fram að leiknum við Hollendinga og við þurfum að nýta þá vel,“ segir Þorsteinn en þó gæti svo farið að Ísland fái vináttulandsleik rétt fyrir leikinn við Holland. Vill sjá hvar Auður og Kristín standa Tveir nýliðar eru í hópnum sem Þorsteinn valdi í dag; Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður ÍBV, og Kristín Dís Árnadóttir, varnarmaður Breiðabliks. „Ég sagði það í upphafi að ég myndi skoða markmenn. Síðastliðin sex eða sjö ár hefur markmannsstaðan verið eignuð þremur leikmönnum en nú er Sonný [Lára Þráinsdóttir] hætt og við þurfum líka að vera klár fyrir breytingar. Auður er hluti af því að skoða og gefa tækifæri, til að sjá hvernig hún stendur gagnvart öðrum markvörðum og hvernig hún fúnkerar í landsliðsumhverfinu. Hið sama á við um Kristínu Dís. Hún hefur verið að spila vel undanfarið með Breiðabliki og á skilið að taka þátt í þessu, til að sjá hvar hún stendur og hvort hún sé komin eins langt og við vonumst til,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag.vísir/Sigurjón Búin undir það að spila án Söru Þorsteinn hefur ekki enn fengið tækifæri til að stýra fyrirliðanum Söru Björk í landsleik og mun ekki gera það á næstunni. Sara á von á sínu fyrsta barni í nóvember. Hvaða áhrif hefur það á landsliðið að vera án síns besta leikmanns? „Auðvitað hefur þetta einhver áhrif hjá okkur til að byrja með. Heilt yfir teljum við okkur búin undir það að takast á við þetta, og að við séum með leikmenn til að takast á við það að missa Söru í einhvern tíma. Vonandi gengur allt vel hjá henni og ef hlutirnir fara eins og við vonumst eftir þá er ekkert það langt í hana. En við förum inn í þessa leiki núna og undankeppnina í haust án hennar. Þetta er hluti af lífinu, íþróttakonur verða ófrískar eins og aðrar konur, og við tökumst bara á við þetta með jákvæðum huga. Við vonumst til að leikmenn stígi upp til að verða aðalnúmerið þegar þeir geta ekki treyst á hana,“ segir Þorsteinn. Sif er á réttri leið Eldri og reynslumiklar landsliðskonur á borð við Hólmfríði Magnúsdóttur, Sif Atladóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur eru ekki í hópnum hjá Þorsteini. Eru þær nálægt því að komast í hópinn? Horfir Þorsteinn til framtíðar með því að velja þær ekki núna? „Ég vel það lið sem ég tel best í dag. Ég er ekki endilega að horfa í það hve gamlir leikmenn eru, þó að maður þurfi líka að hugsa aðeins „hvað ef?“ Þessir leikmenn eru í sjálfu sér inni í myndinni en Hólmfríður var það nú ekki fyrir nokkrum vikum þegar hún byrjaði svo aftur í fótbolta. Þá er spurning hvort maður eigi að treysta á leikmann sem maður veit ekki hvort hættir í haust. Sif er öll að komast í gang (eftir að hafa fætt sitt annað barn í september) og er á réttri leið, búin að byrja þrjá leiki í röð með Kristianstad. Þeirra er að halda áfram að spila vel og gera manni erfitt fyrir að velja þær ekki,“ segir Þorsteinn en Hólmfríður hefur byrjað tímabilið vel með toppliði Selfoss í Pepsi Max-deildinni og Guðbjörg er byrjuð að spila með Arna Björnar sem farið hefur illa af stað í norsku úrvalsdeildinni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira