Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 16:58 Frá mótmælum gegn einræðisstjórn Lúkasjenka í Portúgal. Mótmælandi heldur á spjaldi með mynd af Roman Protasevits og kærustu hans sem voru handsömuð þegar hvítrússnesk yfirvöld stöðvuðu för farþegaþotu Ryanair í síðasta mánuði. Vísir/EPA Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Reuters-fréttastofan hefur eftir hvítrússneskum fjölmiðlum að Stephan Latypov sé enn lifandi eftir að hann reyndi að skera sig á háls. Lögreglumenn hafi í fyrstu ekki fundið lykil að fangabúrinu og Latypov hafi þegar verið meðvitundarlaus þegar þeir komust að honum. AP-fréttastofan lýsir atvikinu sem svo að Latypov hafi reynt að stinga sjálfan sig í hálsinn með penna til þess að mótmæla kúgun hvítrússneskar stjórnvalda. Honum sé nú haldið sofandi á sjúkrahúsi. Á myndbandsupptökum úr dómsalnum sjáist hann liggjandi á bekk á meðan lögreglumenn bogra yfir honum og áhorfendur í dómsal öskra. Á öðru myndbandi sjáist Latypov borinn út í sjúkrabíl með að því er virðist blóð á skyrtunni sinni. Sviatlana Tsikhanouskaya, stjórnarandstæðingur sem er í útlegð, tísti um að Patypov væri hvítrússneskur aðgerðasinni og pólitískur fangi. Honum hefði verið hótað með ofsóknum gegn fjölskyldu hans ef hann játaði ekki á sig sök. „Þetta er afleiðing hryðjuverka ríkisins, kúgunar, pyntinga í Hvíta-Rússlandi. Við verðum að stöðva þær strax!“ tísti Tsikhanouskaya. AP segir að áður en Latypov reyndi að stinga sig í hálsinn hafi hann sagt föður sínum að lögreglan hefði hótað honum að hefja sakamálarannsókn á ættingum og vinum ef hann játaði ekki sök. Undirbúa refsiaðgerðir vegna handtökur Protasevits Latypov var handtekinn í september í umfangsmiklum aðgerðum stjórnar Lúkasjenka til þess að berja niður andóf og fjölmenn mótmæli í kjölfar umdeildra forsetakosninga í ágúst. Hann var handtekinn þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að ríkisstarfsmenn máluðu yfir slagorð stjórnarandstöðunnar sem höfðu verið krotuð á vegg. Yfirvöld ákærðu Latypov fyrir að skipuleggja óeirðir, sýna lögreglu mótþróa og fjársvik. Í fjölmiðlum hefur hann verið sakaður um að hafa ætlað að eitra fyrir lögreglumönnum. Hann hefur neitað allri sök. Evrópusambandið er nú sagt undirbúa refsiaðgerðir gegn hvítrússneska ríkisflugfélaginu og hópi embættismanna hjá flugmálayfirvöldum í landinu eftir að Lúkasjenka lét stöðva för evrópskrar farþegaþotu til að hafa hendur í hári andófsmanns í útlegð fyrir rúmri viku. Þá segir Reuters að frekari efnahagsþvinganir gegn stjórn Lúkasjenka séu á teikniborðinu. Evrópskir ráðamenn hafa sakað hvítrússnesk stjórnvöld um flugrán þegar þau þvinguðu þotu Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen til að lenda í Minsk. Þegar vélin lenti nauðug þar handtóku yfirvöld Roman Protasevits, ungan blaða- og andófsmann, og kærustu hans sem voru um borð. Þau eru nú í haldi hvítrússneskra stjórnvalda, sökuð um að hafa lagt á ráðin um mótmælin í fyrra.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira