Kenna milljónum einstaklinga sjálfsvörn á TikTok Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júní 2021 14:00 Ingibjörg Helga og Jón Viðar. Ísland í dag Systkinin Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn hafa fengið um 30 milljón áhorf á samfélagsmiðlinum TikTok eftir að þau byrjuðu að kenna þar sjálfsvörn í stuttum myndskeiðum fyrir örfáum vikum. Líklega eru fáir betur til þess fallnir að kenna sjálfsvörn, en systkinin eru bæði þaulreynd í áhættuleik, eiga ýmsa titla í bardagaíþróttum og hafa þjálfað bæði sérsveitina og sænsku lögregluna í sjálfsvörn. „Ég er aðeins eldri svo ég dró litlu systur í þetta,“ segir Jón Viðar en þau systkynin hafa nú kennt og æfa bardagaíþróttir í meira en tuttugu ár. Þau reka nú saman bardagaklúbbinn Tý og eru þar meðal annars með sjálfsvarnarnámskeið. „Okkur datt í hug að fólk hefði meiri áhuga á að sjá video af okkur heldur en einhverjar myndir af okkur og ákváðum bara að prófa,“ segir hann um ákvörðun þeirra að prófa TikTok. Þau óraði ekki fyrir því hversu vinsæl myndböndin yrðu en á aðeins tólf vikum eru áskrifendurnir orðnir tæplega 330 þúsund og um þrjátíu milljónir hafa horft. Markmiðið þeirra með TikTok kennslunni er að leiðbeina áhorfendum í sjálfsvörn. Ísland í dag hitti Jón Viðar og Ingibjörgu Helgu og fóru meðal annars yfir algengustu mýturnar þegar kemur að sjálfsvörn, en ýmislegt kemur þar á óvart. Jón Viðar segir að það sé margt sem fólk sjái í bíómyndum og annars staðar sem gefi villandi mynd af því hvað sé best að gera í sjálfsvörn í raunveruleikanum. „Það hefur líka verið svo mikil þróun á síðast liðnum árum í sjálfsvörn.“ Flestir TikTok fylgjendur systkinanna koma frá Bandaríkjunum og meirihluti þeirra eru konur. Þau benda á að enginn er hundrað prósent öruggur en þekking á sjálfsvörn getur orðið til þess að fólk komi betur út úr árásum. Þau segja að þetta geti líka gefið aukna öryggistilfinningu og hjálpað fólki að leysa aðstæður án þess að einn eða neinn slasist. „Það er okkar forgangur númer eitt, ef það er hægt að yfirbuga manneskju án þess að meiða hana þá er það númer eitt. En svo koma tilfelli þar sem manneskjan er miklu stærri en þú og kannski ræðst á minni manneskju, þá þarftu að nota grófar aðferðir og við erum meira að fara út í það á TikTok,“ segir Jón Viðar. „Þá snýst það eiginlega um að verja sig gegn stærri og sterkari aðila og þá að nota aðeins grófari aðferðir til þess,“ segir Ingibjörg Helga. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þar sýna þau ýmis góð ráð. Ísland í dag Tengdar fréttir „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Líklega eru fáir betur til þess fallnir að kenna sjálfsvörn, en systkinin eru bæði þaulreynd í áhættuleik, eiga ýmsa titla í bardagaíþróttum og hafa þjálfað bæði sérsveitina og sænsku lögregluna í sjálfsvörn. „Ég er aðeins eldri svo ég dró litlu systur í þetta,“ segir Jón Viðar en þau systkynin hafa nú kennt og æfa bardagaíþróttir í meira en tuttugu ár. Þau reka nú saman bardagaklúbbinn Tý og eru þar meðal annars með sjálfsvarnarnámskeið. „Okkur datt í hug að fólk hefði meiri áhuga á að sjá video af okkur heldur en einhverjar myndir af okkur og ákváðum bara að prófa,“ segir hann um ákvörðun þeirra að prófa TikTok. Þau óraði ekki fyrir því hversu vinsæl myndböndin yrðu en á aðeins tólf vikum eru áskrifendurnir orðnir tæplega 330 þúsund og um þrjátíu milljónir hafa horft. Markmiðið þeirra með TikTok kennslunni er að leiðbeina áhorfendum í sjálfsvörn. Ísland í dag hitti Jón Viðar og Ingibjörgu Helgu og fóru meðal annars yfir algengustu mýturnar þegar kemur að sjálfsvörn, en ýmislegt kemur þar á óvart. Jón Viðar segir að það sé margt sem fólk sjái í bíómyndum og annars staðar sem gefi villandi mynd af því hvað sé best að gera í sjálfsvörn í raunveruleikanum. „Það hefur líka verið svo mikil þróun á síðast liðnum árum í sjálfsvörn.“ Flestir TikTok fylgjendur systkinanna koma frá Bandaríkjunum og meirihluti þeirra eru konur. Þau benda á að enginn er hundrað prósent öruggur en þekking á sjálfsvörn getur orðið til þess að fólk komi betur út úr árásum. Þau segja að þetta geti líka gefið aukna öryggistilfinningu og hjálpað fólki að leysa aðstæður án þess að einn eða neinn slasist. „Það er okkar forgangur númer eitt, ef það er hægt að yfirbuga manneskju án þess að meiða hana þá er það númer eitt. En svo koma tilfelli þar sem manneskjan er miklu stærri en þú og kannski ræðst á minni manneskju, þá þarftu að nota grófar aðferðir og við erum meira að fara út í það á TikTok,“ segir Jón Viðar. „Þá snýst það eiginlega um að verja sig gegn stærri og sterkari aðila og þá að nota aðeins grófari aðferðir til þess,“ segir Ingibjörg Helga. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan og þar sýna þau ýmis góð ráð.
Ísland í dag Tengdar fréttir „Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41 Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Ég var ekki barn eftir að þetta gerðist“ Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson hefur gengið í gegnum erfiða hluti á sinni ævi og fór hann yfir sögu sína í Ísland í dag. 31. maí 2021 12:41
Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00