Sérfræðingar uggandi yfir andlegri heilsu flugáhafna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 13:18 Velferð flugáhafna er þáttur í flugöryggi. Sérfræðingar segja hættu á því að flugfélög horfi ekki til andlegrar heilsu og velferðar flugmanna og annara áhafnameðlima nú þegar allt kapp er lagt á að koma vélum aftur í loftið. Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Margir starfsmenn í fluggeiranum upplifðu kvíða, streitu og þunglyndi í kórónuveirufaraldrinum en segjast hafa upplifað að vera lattir frá því að leita sér aðstoðar. Það geti leitt til mögulegra heilsuvandamála og öryggishættu. „Það má ekki sópa þessu undir teppið eða setja í einhver spariföt. Gögnin benda til þess að fjöldi flugmanna hafi átt erfitt fyrir Covid en hafi ekki viljað greina vinnuveitendum frá andlegum erfiðleikum vegna fordóma og ótta við af missa flugleyfið og mögulega tekjurnar,“ segir Paul Cullen. Cullen er flugmaður og tilheyrir hóp hjá Trinity College í Dublin sem rannsakar velferð flugáhafna og áhrif hennar á frammistöðu þeirra og öryggi í fluggeiranum. Hann segir að alveg eins og það sé mikilvægt að tryggja að flugvélarnar séu flughæfar, þá þurfi að tryggja að þeir sem fljúga þeim séu það líka. Teymið gerði könnun meðal þúsund flugmanna árið 2019 og komust að því að um 18 prósent þjáðust af þunglyndi og 80 prósent af kulnun. Meira en þrír fjórðu sögðust ekki myndu greina frá vanlíðan sinni á vinnustaðnum og 81 prósent sagðist ekki upplifa að vera metinn að verðleikum af atvinnurekandanum. Önnur könnun sem náði til 2.000 starfsmanna í flugbransanum og gerð var í ágúst síðastliðnum leiddi í ljós að vanlíðan þeirra var meiri en í samfélaginu almennt. Um 20 prósent flugmanna og nærri 60 prósent flugliða sögðust þjást af þunglyndi. Cullen segir að nú þegar ferðaiðnaðurinn fer að taka við sér séu sömu vandamálin til staðar og fyrir Covid en geta starfsfólks til að takast á við þau minni. Joan Cahill, sem leiðir Trinity-hópinn, segir að vellíðan sé þáttur í flugöryggi og að atvinnurekendur verði að gera meira en að bjóða upp á líkamsrækt og jóga. Þeir þurfi að bjóða upp á stuðning, ráðgjöf, sveigjanleika og skapa umhverfi þar sem starfsmenn þora að tjá sig. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent