Talið er að viðbótin muni strax hafa áhrif á aðgengi ríkja innan bóluefnasamstarfs Evrópusambandsins að bóluefninu en Ísland er þeirra á meðal. Frá þessu er greint á vef Lyfjastofnunar og vísað í tilkynningu EMA.
Ekki liggur fyrir hvort framleiðsluaukningin skili sér í stærri skömmtum til Íslands á næstunni en fréttastofa hefur óskað eftir svörum frá heilbrigðisráðuneytinu.
Ísland hefur í heild samið um kaup á um 490 þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer/BioNTech sem duga fyrir um 245 þúsund einstaklinga. Af þeim sem hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni hafa flestir verið bólusettir með efni Pfizer/BioNTech eða hátt í 90 þúsund einstaklingar.
Samkvæmt fyrirliggjandi afhendingaráætlun er gert ráð fyrir 81.900 skömmtum af bóluefninu til landsins það sem eftir lifir júní.